Slysum fækkar samhliða dýrara ökunámi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2014 12:00 Guðbrandur hefur margra áratuga reynslu af ökukennslu. Vísir/Pjetur Kostnaður við ökunám hefur hækkað á síðastliðnum árum en samhliða því hefur slysum ungra ökumanna fækkað. Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið viðaði að sér frá Ökukennarafélagi Íslands var kostnaður við ökunám árið 2004 alls 124.700 krónur, sem framreiknað til vísitölu dagsins í dag eru 225.392 krónur. Námið kostar nú alls 286.700 krónur. Þetta er 27,2 prósenta hækkun. Hækkunin skýrist að einhverju leyti af því að nýju skyldunámskeiði var bætt við árið 2009 en hann kallast Ökuskóli 3. Fyrir þurftu allir nemendur einungis að sitja tvö námskeið, Ökuskóla 1 og Ökuskóla 2. Ökuskóli 3 er fimm tíma námskeið þar sem eru þrír verklegir tímar og tveir bóklegir. Heildartímafjöldi námsins hefur því hækkað. Nemendur þurfa þar að auki að sækja verklega tíma ásamt ökukennara sem oftast eru tuttugu talsins.Breytingar dragi úr slysatíðni „Ég er sannfærður um það að þessar breytingar sem hafa orðið á ökunámi hafa dregið úr slysatíðni og aukið hæfi ökumanna,“ segir Guðbrandur Bogason, framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Ökukennarafélags Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur um fjörutíu ára reynslu af ökukennslu. Árið 2000 var hlutdeild ungra ökumanna um 36 prósent í umferðarslysum en sú tala hefur nú lækkað um 8 prósent eða niður í 28 prósent allra slysa. „Þetta er ekki bara betri kennsla þó að það sé stórt atriði,“ segir Guðbrandur. „Það er margt sem spilar þarna inn í. Til að mynda ákveðin eftirfylgni eins og með punktakerfinu. Ég held líka að meiri virkni innan fjölskyldu unga fólksins hafi áhrif.“ Guðbrandur hefur verið talsmaður þess að bílprófsaldur verði hækkaður en hann er nú 17 ár. Ungt fólk fær æfingaleyfi ári fyrr. Guðbrandur bendir á að bílar séu þau tæki í sögunni sem hafi valdið hvað flestum dauðsföllum. „Þú færð ekki byssuleyfi þetta gamall,“ segir hann. „Þú ert ekki einu sinni ábyrgur fyrir því tjóni sem þú veldur.“ Hann telur ólíklegt að aldurinn verði nokkurn tímann hækkaður meira en upp í 18 ára aldurinn. „Ég tel að til að það sé kominn sá þroski sem til þarf þá þurfi fólk að vera orðið tvítugt. En þetta er mín persónulega skoðun. Ég tek það fram.“ Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Kostnaður við ökunám hefur hækkað á síðastliðnum árum en samhliða því hefur slysum ungra ökumanna fækkað. Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið viðaði að sér frá Ökukennarafélagi Íslands var kostnaður við ökunám árið 2004 alls 124.700 krónur, sem framreiknað til vísitölu dagsins í dag eru 225.392 krónur. Námið kostar nú alls 286.700 krónur. Þetta er 27,2 prósenta hækkun. Hækkunin skýrist að einhverju leyti af því að nýju skyldunámskeiði var bætt við árið 2009 en hann kallast Ökuskóli 3. Fyrir þurftu allir nemendur einungis að sitja tvö námskeið, Ökuskóla 1 og Ökuskóla 2. Ökuskóli 3 er fimm tíma námskeið þar sem eru þrír verklegir tímar og tveir bóklegir. Heildartímafjöldi námsins hefur því hækkað. Nemendur þurfa þar að auki að sækja verklega tíma ásamt ökukennara sem oftast eru tuttugu talsins.Breytingar dragi úr slysatíðni „Ég er sannfærður um það að þessar breytingar sem hafa orðið á ökunámi hafa dregið úr slysatíðni og aukið hæfi ökumanna,“ segir Guðbrandur Bogason, framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Ökukennarafélags Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur um fjörutíu ára reynslu af ökukennslu. Árið 2000 var hlutdeild ungra ökumanna um 36 prósent í umferðarslysum en sú tala hefur nú lækkað um 8 prósent eða niður í 28 prósent allra slysa. „Þetta er ekki bara betri kennsla þó að það sé stórt atriði,“ segir Guðbrandur. „Það er margt sem spilar þarna inn í. Til að mynda ákveðin eftirfylgni eins og með punktakerfinu. Ég held líka að meiri virkni innan fjölskyldu unga fólksins hafi áhrif.“ Guðbrandur hefur verið talsmaður þess að bílprófsaldur verði hækkaður en hann er nú 17 ár. Ungt fólk fær æfingaleyfi ári fyrr. Guðbrandur bendir á að bílar séu þau tæki í sögunni sem hafi valdið hvað flestum dauðsföllum. „Þú færð ekki byssuleyfi þetta gamall,“ segir hann. „Þú ert ekki einu sinni ábyrgur fyrir því tjóni sem þú veldur.“ Hann telur ólíklegt að aldurinn verði nokkurn tímann hækkaður meira en upp í 18 ára aldurinn. „Ég tel að til að það sé kominn sá þroski sem til þarf þá þurfi fólk að vera orðið tvítugt. En þetta er mín persónulega skoðun. Ég tek það fram.“
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira