Slysum fækkar samhliða dýrara ökunámi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2014 12:00 Guðbrandur hefur margra áratuga reynslu af ökukennslu. Vísir/Pjetur Kostnaður við ökunám hefur hækkað á síðastliðnum árum en samhliða því hefur slysum ungra ökumanna fækkað. Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið viðaði að sér frá Ökukennarafélagi Íslands var kostnaður við ökunám árið 2004 alls 124.700 krónur, sem framreiknað til vísitölu dagsins í dag eru 225.392 krónur. Námið kostar nú alls 286.700 krónur. Þetta er 27,2 prósenta hækkun. Hækkunin skýrist að einhverju leyti af því að nýju skyldunámskeiði var bætt við árið 2009 en hann kallast Ökuskóli 3. Fyrir þurftu allir nemendur einungis að sitja tvö námskeið, Ökuskóla 1 og Ökuskóla 2. Ökuskóli 3 er fimm tíma námskeið þar sem eru þrír verklegir tímar og tveir bóklegir. Heildartímafjöldi námsins hefur því hækkað. Nemendur þurfa þar að auki að sækja verklega tíma ásamt ökukennara sem oftast eru tuttugu talsins.Breytingar dragi úr slysatíðni „Ég er sannfærður um það að þessar breytingar sem hafa orðið á ökunámi hafa dregið úr slysatíðni og aukið hæfi ökumanna,“ segir Guðbrandur Bogason, framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Ökukennarafélags Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur um fjörutíu ára reynslu af ökukennslu. Árið 2000 var hlutdeild ungra ökumanna um 36 prósent í umferðarslysum en sú tala hefur nú lækkað um 8 prósent eða niður í 28 prósent allra slysa. „Þetta er ekki bara betri kennsla þó að það sé stórt atriði,“ segir Guðbrandur. „Það er margt sem spilar þarna inn í. Til að mynda ákveðin eftirfylgni eins og með punktakerfinu. Ég held líka að meiri virkni innan fjölskyldu unga fólksins hafi áhrif.“ Guðbrandur hefur verið talsmaður þess að bílprófsaldur verði hækkaður en hann er nú 17 ár. Ungt fólk fær æfingaleyfi ári fyrr. Guðbrandur bendir á að bílar séu þau tæki í sögunni sem hafi valdið hvað flestum dauðsföllum. „Þú færð ekki byssuleyfi þetta gamall,“ segir hann. „Þú ert ekki einu sinni ábyrgur fyrir því tjóni sem þú veldur.“ Hann telur ólíklegt að aldurinn verði nokkurn tímann hækkaður meira en upp í 18 ára aldurinn. „Ég tel að til að það sé kominn sá þroski sem til þarf þá þurfi fólk að vera orðið tvítugt. En þetta er mín persónulega skoðun. Ég tek það fram.“ Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Kostnaður við ökunám hefur hækkað á síðastliðnum árum en samhliða því hefur slysum ungra ökumanna fækkað. Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið viðaði að sér frá Ökukennarafélagi Íslands var kostnaður við ökunám árið 2004 alls 124.700 krónur, sem framreiknað til vísitölu dagsins í dag eru 225.392 krónur. Námið kostar nú alls 286.700 krónur. Þetta er 27,2 prósenta hækkun. Hækkunin skýrist að einhverju leyti af því að nýju skyldunámskeiði var bætt við árið 2009 en hann kallast Ökuskóli 3. Fyrir þurftu allir nemendur einungis að sitja tvö námskeið, Ökuskóla 1 og Ökuskóla 2. Ökuskóli 3 er fimm tíma námskeið þar sem eru þrír verklegir tímar og tveir bóklegir. Heildartímafjöldi námsins hefur því hækkað. Nemendur þurfa þar að auki að sækja verklega tíma ásamt ökukennara sem oftast eru tuttugu talsins.Breytingar dragi úr slysatíðni „Ég er sannfærður um það að þessar breytingar sem hafa orðið á ökunámi hafa dregið úr slysatíðni og aukið hæfi ökumanna,“ segir Guðbrandur Bogason, framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Ökukennarafélags Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur um fjörutíu ára reynslu af ökukennslu. Árið 2000 var hlutdeild ungra ökumanna um 36 prósent í umferðarslysum en sú tala hefur nú lækkað um 8 prósent eða niður í 28 prósent allra slysa. „Þetta er ekki bara betri kennsla þó að það sé stórt atriði,“ segir Guðbrandur. „Það er margt sem spilar þarna inn í. Til að mynda ákveðin eftirfylgni eins og með punktakerfinu. Ég held líka að meiri virkni innan fjölskyldu unga fólksins hafi áhrif.“ Guðbrandur hefur verið talsmaður þess að bílprófsaldur verði hækkaður en hann er nú 17 ár. Ungt fólk fær æfingaleyfi ári fyrr. Guðbrandur bendir á að bílar séu þau tæki í sögunni sem hafi valdið hvað flestum dauðsföllum. „Þú færð ekki byssuleyfi þetta gamall,“ segir hann. „Þú ert ekki einu sinni ábyrgur fyrir því tjóni sem þú veldur.“ Hann telur ólíklegt að aldurinn verði nokkurn tímann hækkaður meira en upp í 18 ára aldurinn. „Ég tel að til að það sé kominn sá þroski sem til þarf þá þurfi fólk að vera orðið tvítugt. En þetta er mín persónulega skoðun. Ég tek það fram.“
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira