Skorað á Sigmund Davíð að gerast grænmetisæta Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2014 12:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur áður prófað íslenska kúrinn. Skorað hefur verið á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að gerast grænmetisæta í þrjá mánuði. Á Facebook-síðu forsætisráðherrans hefur Sara Kristjánsdóttir birt áskorunina og birtir einnig viðtal við Ed Smith, borgarstjóra í Marshall í Texas –fylki í Bandaríkjunum. Hann gerðist grænmetisæta og telur það hafa hjálpað sér og bætt heilsuna til muna. Ed Smith segist hafa misst í kringum tuttugu kíló við að byrja að breyta um matarvenjur. Hann gerðist, það sem kallast á ensku, vegan. Það þýðir að hann borðar engar dýraafurðir. Hann hefur skorað á fleiri bæjarbúa að taka upp þennan lífsstíl. Nú eru sjö veitingastaðir í borginni sem bjóða upp á svokallað Vegan-fæði. Jafnframt því að skora á Sigmund Davíð að prófa slíka fæðu í þrjá mánuði, býðst Sara til þess að hjálpa honum að velja grænmetisfæði. „Það eru til góðar íslenskar kartöflur og svo er þetta flotta íslenska bygg líka gott,“ segir hún í athugasemd við færsluna sína á Facebook-síðu Sigmundar. Þar er hún líklega að vísa til þess að Sigmundur ákvað fyrir um þremur árum síðan að fara á kúr sem hann kallaði íslenska kúrinn. Á heimasíðu sinni sagði Sigmundur þetta um kúrinn:„Jæja, þá er komið að því. Á morgun byrja ég fyrir alvöru í megrunarkúr sem ég hlýt að kalla íslenska kúrinn því hann felst í því að borða bara íslenskan mat. Íslenski kúrinn byggist á því að:a) Ég hitti meltingarlækni sem sagði mér að íslenskur matur væri sá hollasti í heimi.b) Aðeins helmingur þeirrar fæðu sem neytt er á Íslandi er framleidd hér. Þ.a. ef maður borðar bara það íslenska borðar maður helmingi minna. Með því að auka svo neyslu á íslenska matnum um 50% endar maður í 75% af fyrri neyslu.Sjáum hvað setur. Til að veita mér aðald og í þágu vísinda ætla ég að birta þyngdarmælingu á mánudögum næsta mánuðinn.Byrjunarstaða: 108 kg.“ Þegar fréttin var skrifuð höfðu tuttugu og sjö manns smellt á „like-takkann“ við áskorun Söru og hafði ein kona bent á viðtal við Bill Clinton sem ákvað einnig að breyta sínum lífsstíl og taka upp svokallaðan Vegan-lífstíl. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Skorað hefur verið á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að gerast grænmetisæta í þrjá mánuði. Á Facebook-síðu forsætisráðherrans hefur Sara Kristjánsdóttir birt áskorunina og birtir einnig viðtal við Ed Smith, borgarstjóra í Marshall í Texas –fylki í Bandaríkjunum. Hann gerðist grænmetisæta og telur það hafa hjálpað sér og bætt heilsuna til muna. Ed Smith segist hafa misst í kringum tuttugu kíló við að byrja að breyta um matarvenjur. Hann gerðist, það sem kallast á ensku, vegan. Það þýðir að hann borðar engar dýraafurðir. Hann hefur skorað á fleiri bæjarbúa að taka upp þennan lífsstíl. Nú eru sjö veitingastaðir í borginni sem bjóða upp á svokallað Vegan-fæði. Jafnframt því að skora á Sigmund Davíð að prófa slíka fæðu í þrjá mánuði, býðst Sara til þess að hjálpa honum að velja grænmetisfæði. „Það eru til góðar íslenskar kartöflur og svo er þetta flotta íslenska bygg líka gott,“ segir hún í athugasemd við færsluna sína á Facebook-síðu Sigmundar. Þar er hún líklega að vísa til þess að Sigmundur ákvað fyrir um þremur árum síðan að fara á kúr sem hann kallaði íslenska kúrinn. Á heimasíðu sinni sagði Sigmundur þetta um kúrinn:„Jæja, þá er komið að því. Á morgun byrja ég fyrir alvöru í megrunarkúr sem ég hlýt að kalla íslenska kúrinn því hann felst í því að borða bara íslenskan mat. Íslenski kúrinn byggist á því að:a) Ég hitti meltingarlækni sem sagði mér að íslenskur matur væri sá hollasti í heimi.b) Aðeins helmingur þeirrar fæðu sem neytt er á Íslandi er framleidd hér. Þ.a. ef maður borðar bara það íslenska borðar maður helmingi minna. Með því að auka svo neyslu á íslenska matnum um 50% endar maður í 75% af fyrri neyslu.Sjáum hvað setur. Til að veita mér aðald og í þágu vísinda ætla ég að birta þyngdarmælingu á mánudögum næsta mánuðinn.Byrjunarstaða: 108 kg.“ Þegar fréttin var skrifuð höfðu tuttugu og sjö manns smellt á „like-takkann“ við áskorun Söru og hafði ein kona bent á viðtal við Bill Clinton sem ákvað einnig að breyta sínum lífsstíl og taka upp svokallaðan Vegan-lífstíl.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira