Líkamsleifarnar á leið til greiningar í Hollandi Heimir Már Pétursson skrifar 22. júlí 2014 12:27 Mótmælendur við sendiráð Rússlands og Úkraínu í Kuala Lumpur í Malasíu krefjast réttlætis fyrir þá sem fórust með Malaysian flugvélinni og að þeir sem beri ábyrgð á dauða fólksins um borð verði dregnir til saka. Líkamsleifar hluta þeirra sem voru um borð voru fluttar á yfirráðasvæði úkraínskra stjórnvalda í morgun. Aðskilanaðrsinnar í Donetsk héraði gengu frá líkamlsleifum þeirra sem fórust með Malaysian flugvélinni á fimmtudag í síðustu viku í kælda lestarvagna og hafa fulltrúar flugmálayfirvalda í Hollandi sem skoðuðu aðstæður í gær sagt að frágangurinn væri viðunandi. Á miðnætti síðast liðna nótt að íslenskum tíma hélt lestin af stað frá yfirráðasvæði uppreisnarmanna og er nú komin til borgarinnar Kharkiv á yfirráðasvæði stjórnvalda í Kænugarði. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra hefur verið á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á svæðinu. „Ég fylgdi lestinni sem flutti líkin hingað. Nú er semsagt búið að flytja þau til Kharkiv. Ég fór sem fulltrúi ÖSE með lestinni og við vorum að koma fyrir stundu síðan,“ segir Stefán Haukur. Stór hluti líkamsleifanna séu um borð í lestinni en tólf manna hópur sérfræðinga Malaysian sem kom að brakinu í gær, fylgir líkamsleifunum einnig áfram til Hollands. „Nú eru tæknimenn frá Hollandi og fleiri löndum sem munu fara í það að ganga betur frá og síðan verður flutningur til Hollands þar sem kennslaferlið fer af stað. Þar sem farið verður í það að vinna frekari rannsókn á að bera kennsl á lík og líkamsleifar,“ segir Stefán Haukur. Flogið verði með líkamsleifarnar til Hollands frá Kharkiv, en samkomulag sé um að Hollendingar stýri þeirri vinnu að bera kennsl á fólkið. Fjörtíu og fjórir Malasíubúar, þar af fimmtán manna áhöfn, fórust með flugvélinni. Hópur fólks mótmælti fyrir utan sendiráð Rússlands og Úkraínu í Kuala Lumpur í morgun og sagði ekki nóg að afhenda líkamsleifarnar og flugrita flugvélarinnar sem fulltrúar flugfélagsins fengu afhenta í gær. „Það er ekki nóg að afhenda líkamsleifarnar og flugritana. Við krefjumst þess að réttlætinu verði fullnægt. Við viljum komast að því hverjir hinir raunverulegu sökudólgar eru, glæpamennirnir, samverkamennirnir; sem fullyrt hafa að flugvélin hafi verið skotin niður. Við viljum vita hverjir það voru sem skutu flugvélina niður,“ sagði Khairul Azwanharuni, einn skipuleggjenda mótmælanna í Kuala Lumpur í morgun. Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Mótmælendur við sendiráð Rússlands og Úkraínu í Kuala Lumpur í Malasíu krefjast réttlætis fyrir þá sem fórust með Malaysian flugvélinni og að þeir sem beri ábyrgð á dauða fólksins um borð verði dregnir til saka. Líkamsleifar hluta þeirra sem voru um borð voru fluttar á yfirráðasvæði úkraínskra stjórnvalda í morgun. Aðskilanaðrsinnar í Donetsk héraði gengu frá líkamlsleifum þeirra sem fórust með Malaysian flugvélinni á fimmtudag í síðustu viku í kælda lestarvagna og hafa fulltrúar flugmálayfirvalda í Hollandi sem skoðuðu aðstæður í gær sagt að frágangurinn væri viðunandi. Á miðnætti síðast liðna nótt að íslenskum tíma hélt lestin af stað frá yfirráðasvæði uppreisnarmanna og er nú komin til borgarinnar Kharkiv á yfirráðasvæði stjórnvalda í Kænugarði. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra hefur verið á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á svæðinu. „Ég fylgdi lestinni sem flutti líkin hingað. Nú er semsagt búið að flytja þau til Kharkiv. Ég fór sem fulltrúi ÖSE með lestinni og við vorum að koma fyrir stundu síðan,“ segir Stefán Haukur. Stór hluti líkamsleifanna séu um borð í lestinni en tólf manna hópur sérfræðinga Malaysian sem kom að brakinu í gær, fylgir líkamsleifunum einnig áfram til Hollands. „Nú eru tæknimenn frá Hollandi og fleiri löndum sem munu fara í það að ganga betur frá og síðan verður flutningur til Hollands þar sem kennslaferlið fer af stað. Þar sem farið verður í það að vinna frekari rannsókn á að bera kennsl á lík og líkamsleifar,“ segir Stefán Haukur. Flogið verði með líkamsleifarnar til Hollands frá Kharkiv, en samkomulag sé um að Hollendingar stýri þeirri vinnu að bera kennsl á fólkið. Fjörtíu og fjórir Malasíubúar, þar af fimmtán manna áhöfn, fórust með flugvélinni. Hópur fólks mótmælti fyrir utan sendiráð Rússlands og Úkraínu í Kuala Lumpur í morgun og sagði ekki nóg að afhenda líkamsleifarnar og flugrita flugvélarinnar sem fulltrúar flugfélagsins fengu afhenta í gær. „Það er ekki nóg að afhenda líkamsleifarnar og flugritana. Við krefjumst þess að réttlætinu verði fullnægt. Við viljum komast að því hverjir hinir raunverulegu sökudólgar eru, glæpamennirnir, samverkamennirnir; sem fullyrt hafa að flugvélin hafi verið skotin niður. Við viljum vita hverjir það voru sem skutu flugvélina niður,“ sagði Khairul Azwanharuni, einn skipuleggjenda mótmælanna í Kuala Lumpur í morgun.
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira