Ráðgjafi Pútíns segir Pólland dauðadæmt Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2014 18:50 Vladimir Zhirinovsky MYND/WIKIPEDIA „Þeim verður tortímt. Ekkert mun standa eftir. Leiðtogar þessara dvergríkja ættu að muna hverjir þeir eru,“ sagði Vladimir Zhirinovsky varaforseti neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar, í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Russia 24 TV á mánudag. Zhirinovsky er leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins sem er afar þjóðernissinnaður. Þrátt fyrir að flokkurinn sé í stjórnarandstöðu er Zhirinovsky talinn mikill bandamaður Kremlar en hann telur að örlög Austur-Evrópu séu í höndum eins manns, Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. „Öllum vangaveltum um stríð og fríð, sérstaklega þeim sem snúa að málefnum Úkraínu, verður svarað af einum manni, það er leiðtoga Rússlands,“ sagði Zhirinovsky. „Eystrarsaltsríkin og Póland eru dauðadæmd. Þeim verður tortímt. Ekkert mun standa eftir,“ bætti hann við. Leiðtogar Póllands og annarra Mið- og Austur-Evrópu vinna nú að því að auka varnir NATO gegn ógninni í austri en Vladimir Zhirinovsky gaf lítið fyrir slíkar tilraunir. „Ekkert ógnar Bandaríkjunum, því þau eru langt í burtu, en Austur-Evrópa hættir á að láta eyða sér algjörlega. Þetta er hennar sök því við getum ekki sætt okkur við það að flugvélum eða flugskeytum sé skotið á loft frá landsvæðum þessara ríkja inn í Rússland. Við þurfum að eyða þeim 30 mínútum áður en slíkt á sér stað.“ Tölurverða ólga er nú í austurhluta Úkraínu en Vladímír Pútín sagði á mánudag að stjórn hans myndi senda hjálpargöng til þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á átökunum í landinu sem hafa nú dregið rúmlega 2000 manns til dauða. Mikill fjöldi vörubíla sem flytja hjálpargögn til íbúa Austur-Úkraínu er nú hins vegar stopp í sunnanverðu Rússlandi. Yfirvöld í Kænugarði vilja ekki hleypa bílalestinni inn í Úkraínu því þau telja að stjórnvöld í Rússlandi muni reyna að nota bílalestina sem átyllu fyrir innrás. Talið er að um 45 þúsund rússneskir hermenn séu nú við landamæri Úkraínu. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
„Þeim verður tortímt. Ekkert mun standa eftir. Leiðtogar þessara dvergríkja ættu að muna hverjir þeir eru,“ sagði Vladimir Zhirinovsky varaforseti neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar, í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Russia 24 TV á mánudag. Zhirinovsky er leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins sem er afar þjóðernissinnaður. Þrátt fyrir að flokkurinn sé í stjórnarandstöðu er Zhirinovsky talinn mikill bandamaður Kremlar en hann telur að örlög Austur-Evrópu séu í höndum eins manns, Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. „Öllum vangaveltum um stríð og fríð, sérstaklega þeim sem snúa að málefnum Úkraínu, verður svarað af einum manni, það er leiðtoga Rússlands,“ sagði Zhirinovsky. „Eystrarsaltsríkin og Póland eru dauðadæmd. Þeim verður tortímt. Ekkert mun standa eftir,“ bætti hann við. Leiðtogar Póllands og annarra Mið- og Austur-Evrópu vinna nú að því að auka varnir NATO gegn ógninni í austri en Vladimir Zhirinovsky gaf lítið fyrir slíkar tilraunir. „Ekkert ógnar Bandaríkjunum, því þau eru langt í burtu, en Austur-Evrópa hættir á að láta eyða sér algjörlega. Þetta er hennar sök því við getum ekki sætt okkur við það að flugvélum eða flugskeytum sé skotið á loft frá landsvæðum þessara ríkja inn í Rússland. Við þurfum að eyða þeim 30 mínútum áður en slíkt á sér stað.“ Tölurverða ólga er nú í austurhluta Úkraínu en Vladímír Pútín sagði á mánudag að stjórn hans myndi senda hjálpargöng til þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á átökunum í landinu sem hafa nú dregið rúmlega 2000 manns til dauða. Mikill fjöldi vörubíla sem flytja hjálpargögn til íbúa Austur-Úkraínu er nú hins vegar stopp í sunnanverðu Rússlandi. Yfirvöld í Kænugarði vilja ekki hleypa bílalestinni inn í Úkraínu því þau telja að stjórnvöld í Rússlandi muni reyna að nota bílalestina sem átyllu fyrir innrás. Talið er að um 45 þúsund rússneskir hermenn séu nú við landamæri Úkraínu.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira