Erlent

Deilt um bílalest Rússa til Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Mikill fjöldi vörubíla sem flytja hjálpargögn til íbúa Austur-Úkraínu eru stopp í sunnanverðu Rússlandi. Yfirvöld í Kænugarði vilja ekki hleypa bílalestinni inn í Úkraínu. Telja þeir að stjórnvöld í Rússlandi muni reyna að nota bílalestina sem átyllu fyrir innrás.

Bardagar á milli aðskilnaðarsinna og Úkraínuhers í austurhluta Úkraínu hafa stigmagnast að undanförnu og er fjöldi látinna kominn yfir 2000.

Um 262 flutningabílar eru í bílalestinni og hafa þeir setið kyrrir í herstöð eftir um 650 kílómetra ferðalag frá útjaðri Moskvu.

Stjórnvöld í Moskvu og Kænugarði komust að samkomulagi í gær um að birgðirnar kæmu inn í Úkraínu í Kharkiv héraði, en engir bardagar hafa geysað þar. Þá myndir Rauði krossinn skoða bílalestina.

Í dag sakaði þó talsmaður forseta Úkraínu stjórnvöld Rússlands um að ætla mögulega að gera innrás í landið.

Hér að neðan má sjá stöðuna í Úkraínu og mögulegar leiðir bílalestarinnar. Kortið er þó á ensku.

Vísir/GraphicNews



Fleiri fréttir

Sjá meira


×