Ófærð í Frakklandi veldur miklu tjóni Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. desember 2014 07:00 Snjórinn veldur miklum usla í Frönsku ölpunum þessa dagana. NordicPhotos/AFP Algert umferðaröngþveiti hefur skapast í Frönsku ölpunum vegna mikillar snjókomu og frosts. Frakkar lýstu yfir appelsínugulu viðvörunarstigi vegna þessa, en það er næstefsta viðbúnaðarstigið. Einn maður lést um helgina þegar bíll hans rann af veginum og hafnaði í gljúfri, eftir því sem breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. Yfirvöld í Frakklandi hvöttu fólk á svæðinu til þess að fara með gát og helst varast að vera á ferli nema brýna nauðsyn bæri til. Þrír létust í atvikum sem má rekja til mikillar ófærðar í liðinni viku, samkvæmt fréttum dagblaðsins Le Monde. Áfram er búist við því að kalt verði í veðri í Frönsku ölpunum í þessari viku og jafnframt er búist við því að frost verði í París. Veðurfræðingar segja að þar hafi síðast mælst frost fyrir meira en ári. Gavin Rigby, atvinnubílstjóri sem BBC-fréttastofan ræddi við, sagði að það hefði tekið hann ellefu klukkutíma að aka á milli Val d‘Isere og Bourg Saint Maurice um helgina, en það er ferðalag sem alla jafna tekur fólk ekki nema hálftíma. Hann sagðist finna mikið til með ökumönnum sem hefðu ekki sett snjókeðjur undir bílinn sinn. „Lögreglan hefði átt að hvetja fólk til þess að setja keðjur undir bílinn eftir að hálfs metra snjólag bættist við í nótt,“ sagði Rigby við BBC seint á laugardagskvöldið. Það er víðar en í Frönsku ölpunum sem truflun hefur orðið á umferð vegna mikillar snjókomu. Til dæmis myndaðist 25 kílómetra löng umferðarteppa á A8-hraðbrautinni nærri Stuttgart. Þá hefur einnig verið kalt í Bretlandi en veðurstofan þar hefur varað við miklu frosti og miklum snjó víðs vegar um landið. Rafmagn fór af hundruðum heimila í hluta Englands um helgina. Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Algert umferðaröngþveiti hefur skapast í Frönsku ölpunum vegna mikillar snjókomu og frosts. Frakkar lýstu yfir appelsínugulu viðvörunarstigi vegna þessa, en það er næstefsta viðbúnaðarstigið. Einn maður lést um helgina þegar bíll hans rann af veginum og hafnaði í gljúfri, eftir því sem breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. Yfirvöld í Frakklandi hvöttu fólk á svæðinu til þess að fara með gát og helst varast að vera á ferli nema brýna nauðsyn bæri til. Þrír létust í atvikum sem má rekja til mikillar ófærðar í liðinni viku, samkvæmt fréttum dagblaðsins Le Monde. Áfram er búist við því að kalt verði í veðri í Frönsku ölpunum í þessari viku og jafnframt er búist við því að frost verði í París. Veðurfræðingar segja að þar hafi síðast mælst frost fyrir meira en ári. Gavin Rigby, atvinnubílstjóri sem BBC-fréttastofan ræddi við, sagði að það hefði tekið hann ellefu klukkutíma að aka á milli Val d‘Isere og Bourg Saint Maurice um helgina, en það er ferðalag sem alla jafna tekur fólk ekki nema hálftíma. Hann sagðist finna mikið til með ökumönnum sem hefðu ekki sett snjókeðjur undir bílinn sinn. „Lögreglan hefði átt að hvetja fólk til þess að setja keðjur undir bílinn eftir að hálfs metra snjólag bættist við í nótt,“ sagði Rigby við BBC seint á laugardagskvöldið. Það er víðar en í Frönsku ölpunum sem truflun hefur orðið á umferð vegna mikillar snjókomu. Til dæmis myndaðist 25 kílómetra löng umferðarteppa á A8-hraðbrautinni nærri Stuttgart. Þá hefur einnig verið kalt í Bretlandi en veðurstofan þar hefur varað við miklu frosti og miklum snjó víðs vegar um landið. Rafmagn fór af hundruðum heimila í hluta Englands um helgina.
Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira