Erlent

Stund milli stríða í Dónetsk

Fiskveiði Menn veiða sér í soðið í austurhluta Dónetsk. Mikil átök hafa verið í borginni að undanförnu.
Fiskveiði Menn veiða sér í soðið í austurhluta Dónetsk. Mikil átök hafa verið í borginni að undanförnu. nordicphotos/afp
Mikil átök hafa verið í úkraínsku borginni Dónetsk undanfarna mánuði og fulltrúar deiluaðila eiga nú í viðræðum um vopnahléssamkomulag sem myndi ná til Dónetsk-héraðs. Mikil átök hafa geisað í kringum flugvöllinn í borginni síðustu daga.

Fulltrúar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu stýrðu friðarviðræðunum, en stofnunin hefur fylgst náið með ástandinu í Úkraínu allt frá því að átök hófust þar í apríl síðastliðinn.

Samið var um vopnahlé í september en það hefur ítrekað verið brotið. Hafa rúmlega þúsund manns látist síðan og fjölmargir særst. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×