Lítið sást til Robert Lewandowski er hann sneri aftur á Signal Iduna Park í 2-0 sigri Dortmund á nýja félagsliði hans Bayern Munchen.
Leikurinn um þýska ofurbikarinn hefur farið fram á hverju ári undanfarin fimm ár en þetta er þriðja árið í röð sem Dortmund mætir Bayern Munchen í úrslitum.
Leikurinn var fyrsti leikur Lewandowski í treyju Bayern Munchen en hann gekk til liðs við félagið frá Dortmund á frjálsri sölu fyrr í sumar.
Henrikh Mkhitaryan kom Dortmund yfir með glæsilegri afgreiðslu um miðbik fyrri hálfleiks áður en Patrick Aubameyang bætti við öðru marki Dortmund í seinni hálfleik og gerði endanlega út um leikinn.
Öruggur sigur Dortmund staðreynd og er ekki hægt að segja annað en að leikmenn Dortmund líti vel út fyrir tímabilið sem framundan er.
Dortmund vann þýska ofurbikarinn
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn
