Bardagar í Úkraínu þrátt fyrir vopnahlé Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. nóvember 2014 08:00 Barist í Úkraínu Sjálfboðaliðar gráir fyrir járnum í bænum Peski skammt frá Dónetsk fréttablaðið/AP Ekkert lát er á stríðsátökum í Úkraínu þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. Undanfarinn mánuð hafa þau kostað nærri 300 manns lífið og alls hafa um þúsund manns látist síðan samkomulagið var gert þann 5. september. Átökunum hafa fylgt alvarleg mannréttindabrot á borð við pyntingar, handtökur án dóms og laga, aftökur og kynferðisofbeldi. Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum segir að þessi mannréttindabrot hafi verið kerfisbundin og geti talist til glæpa gegn mannkyni. Í skýrslunni kemur fram að alls hafi átökin kostað að minnsta kosti 4.317 manns lífið frá því þau hófust um miðjan apríl. Nærri 466.830 manns hafa hrakist að heiman vegna þeirra. Uppreisnarmenn, sem vilja aðskilnað frá Úkraínu og helst sameiningu við Rússland, hafa mánuðum saman haft borgina Dónetsk og nokkur svæði í héraðinu Lúhansk á sínu valdi. Í skýrslunni segir að ástandið á þessum svæðum einkennist af upplausn. Uppreisnarmennirnir hafi fyrir löngu tekið lögin í sínar hendur. Það er hópur erindreka á vegum Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu sem hefur tekið skýrsluna saman. Úkraínustjórn og ráðamenn á Vesturlöndum hafa sakað rússnesk stjórnvöld um stuðning við uppreisnarmennina. Rússar segja á móti að stuðningur Vesturlanda við Úkraínustjórn geri aðeins illt verra. Tony Blinken, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði á nefndarfundi í öldungadeild Bandaríkjaþings á miðvikudag að Bandaríkjastjórn ætti að skoða hvort ekki væri rétt að styrkja úkraínska herinn með því að senda þangað vopn. Rússar hafa tekið illa í þessi ummæli: „Bandaríkjamenn eru á meðal þeirra sem hrundu af stað átökunum í Úkraínu, og fari þeir nú að selja þangað vopn þá munu átökin magnast,“ sagði Nikolaí Patrúsjev, ritari öryggisráðs Rússlandsforseta. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað útvega Úkraínustjórn vopn, en meðal bandarískra þingmanna er töluverður stuðningur við að það verði gert. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Ekkert lát er á stríðsátökum í Úkraínu þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. Undanfarinn mánuð hafa þau kostað nærri 300 manns lífið og alls hafa um þúsund manns látist síðan samkomulagið var gert þann 5. september. Átökunum hafa fylgt alvarleg mannréttindabrot á borð við pyntingar, handtökur án dóms og laga, aftökur og kynferðisofbeldi. Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum segir að þessi mannréttindabrot hafi verið kerfisbundin og geti talist til glæpa gegn mannkyni. Í skýrslunni kemur fram að alls hafi átökin kostað að minnsta kosti 4.317 manns lífið frá því þau hófust um miðjan apríl. Nærri 466.830 manns hafa hrakist að heiman vegna þeirra. Uppreisnarmenn, sem vilja aðskilnað frá Úkraínu og helst sameiningu við Rússland, hafa mánuðum saman haft borgina Dónetsk og nokkur svæði í héraðinu Lúhansk á sínu valdi. Í skýrslunni segir að ástandið á þessum svæðum einkennist af upplausn. Uppreisnarmennirnir hafi fyrir löngu tekið lögin í sínar hendur. Það er hópur erindreka á vegum Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu sem hefur tekið skýrsluna saman. Úkraínustjórn og ráðamenn á Vesturlöndum hafa sakað rússnesk stjórnvöld um stuðning við uppreisnarmennina. Rússar segja á móti að stuðningur Vesturlanda við Úkraínustjórn geri aðeins illt verra. Tony Blinken, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði á nefndarfundi í öldungadeild Bandaríkjaþings á miðvikudag að Bandaríkjastjórn ætti að skoða hvort ekki væri rétt að styrkja úkraínska herinn með því að senda þangað vopn. Rússar hafa tekið illa í þessi ummæli: „Bandaríkjamenn eru á meðal þeirra sem hrundu af stað átökunum í Úkraínu, og fari þeir nú að selja þangað vopn þá munu átökin magnast,“ sagði Nikolaí Patrúsjev, ritari öryggisráðs Rússlandsforseta. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað útvega Úkraínustjórn vopn, en meðal bandarískra þingmanna er töluverður stuðningur við að það verði gert.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira