Bardagar í Úkraínu þrátt fyrir vopnahlé Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. nóvember 2014 08:00 Barist í Úkraínu Sjálfboðaliðar gráir fyrir járnum í bænum Peski skammt frá Dónetsk fréttablaðið/AP Ekkert lát er á stríðsátökum í Úkraínu þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. Undanfarinn mánuð hafa þau kostað nærri 300 manns lífið og alls hafa um þúsund manns látist síðan samkomulagið var gert þann 5. september. Átökunum hafa fylgt alvarleg mannréttindabrot á borð við pyntingar, handtökur án dóms og laga, aftökur og kynferðisofbeldi. Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum segir að þessi mannréttindabrot hafi verið kerfisbundin og geti talist til glæpa gegn mannkyni. Í skýrslunni kemur fram að alls hafi átökin kostað að minnsta kosti 4.317 manns lífið frá því þau hófust um miðjan apríl. Nærri 466.830 manns hafa hrakist að heiman vegna þeirra. Uppreisnarmenn, sem vilja aðskilnað frá Úkraínu og helst sameiningu við Rússland, hafa mánuðum saman haft borgina Dónetsk og nokkur svæði í héraðinu Lúhansk á sínu valdi. Í skýrslunni segir að ástandið á þessum svæðum einkennist af upplausn. Uppreisnarmennirnir hafi fyrir löngu tekið lögin í sínar hendur. Það er hópur erindreka á vegum Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu sem hefur tekið skýrsluna saman. Úkraínustjórn og ráðamenn á Vesturlöndum hafa sakað rússnesk stjórnvöld um stuðning við uppreisnarmennina. Rússar segja á móti að stuðningur Vesturlanda við Úkraínustjórn geri aðeins illt verra. Tony Blinken, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði á nefndarfundi í öldungadeild Bandaríkjaþings á miðvikudag að Bandaríkjastjórn ætti að skoða hvort ekki væri rétt að styrkja úkraínska herinn með því að senda þangað vopn. Rússar hafa tekið illa í þessi ummæli: „Bandaríkjamenn eru á meðal þeirra sem hrundu af stað átökunum í Úkraínu, og fari þeir nú að selja þangað vopn þá munu átökin magnast,“ sagði Nikolaí Patrúsjev, ritari öryggisráðs Rússlandsforseta. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað útvega Úkraínustjórn vopn, en meðal bandarískra þingmanna er töluverður stuðningur við að það verði gert. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Ekkert lát er á stríðsátökum í Úkraínu þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. Undanfarinn mánuð hafa þau kostað nærri 300 manns lífið og alls hafa um þúsund manns látist síðan samkomulagið var gert þann 5. september. Átökunum hafa fylgt alvarleg mannréttindabrot á borð við pyntingar, handtökur án dóms og laga, aftökur og kynferðisofbeldi. Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum segir að þessi mannréttindabrot hafi verið kerfisbundin og geti talist til glæpa gegn mannkyni. Í skýrslunni kemur fram að alls hafi átökin kostað að minnsta kosti 4.317 manns lífið frá því þau hófust um miðjan apríl. Nærri 466.830 manns hafa hrakist að heiman vegna þeirra. Uppreisnarmenn, sem vilja aðskilnað frá Úkraínu og helst sameiningu við Rússland, hafa mánuðum saman haft borgina Dónetsk og nokkur svæði í héraðinu Lúhansk á sínu valdi. Í skýrslunni segir að ástandið á þessum svæðum einkennist af upplausn. Uppreisnarmennirnir hafi fyrir löngu tekið lögin í sínar hendur. Það er hópur erindreka á vegum Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu sem hefur tekið skýrsluna saman. Úkraínustjórn og ráðamenn á Vesturlöndum hafa sakað rússnesk stjórnvöld um stuðning við uppreisnarmennina. Rússar segja á móti að stuðningur Vesturlanda við Úkraínustjórn geri aðeins illt verra. Tony Blinken, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði á nefndarfundi í öldungadeild Bandaríkjaþings á miðvikudag að Bandaríkjastjórn ætti að skoða hvort ekki væri rétt að styrkja úkraínska herinn með því að senda þangað vopn. Rússar hafa tekið illa í þessi ummæli: „Bandaríkjamenn eru á meðal þeirra sem hrundu af stað átökunum í Úkraínu, og fari þeir nú að selja þangað vopn þá munu átökin magnast,“ sagði Nikolaí Patrúsjev, ritari öryggisráðs Rússlandsforseta. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað útvega Úkraínustjórn vopn, en meðal bandarískra þingmanna er töluverður stuðningur við að það verði gert.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira