Erlent

Sat viku í embætti

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Klaus Iohannis, nýkjörinn forseti Rúmeníu, heitir því að berjast gegn spillingu.
Klaus Iohannis, nýkjörinn forseti Rúmeníu, heitir því að berjast gegn spillingu. fréttablaðið/AP
Teodor Melascanu sagði af sér í gær sem utanríkisráðherra Rúmeníu eftir að hafa setið aðeins tæpa viku í embættinu.

Ástæðan tengdist vandamálum með utankjörstaðaratkvæði í seinni umferð forsetakosninganna um helgina.

Forveri hans sagði af sér í síðustu viku af svipuðu tilefni, en þar voru það utankjörstaðaratkvæði í fyrri umferðinni.

Stjórnarandstæðingurinn Klaus Iohannis sigraði óvænt í seinni umferð forsetakosninganna, en hann hefur heitið því að berjast af alefli gegn spillingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×