Erlent

Styttist í lokafrest Íransdeilu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Catherine Ashton, utanríkisfulltrúi ESB, og Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, hittust í gær.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Catherine Ashton, utanríkisfulltrúi ESB, og Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, hittust í gær. fréttablaðið/AP
Viðræður sex ríkja við Íransstjórn um kjarnorkuáætlun Írans eru að hefjast á ný, en aðeins vika er þangað til lokafrestur til þess að ná samkomulagi rennur út.

Það eru Bandaríkjamenn, Bretar, Rússar, Kínverjar, Frakkar og Þjóðverjar sem vilja að Íranar sýni fram á að þeir ætli ekki og geti ekki komið sér upp kjarnorkuvopnum.

Samskipti Írans og Vesturlanda hafa skánað töluvert síðan í sumar. Ekki er útilokað að fresturinn verði framlengdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×