Alfreð: Moyes örugglega góður kostur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær. „Ég veit ekkert meira um málið,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið á æfingu íslenska landsliðsins í Brussel í gær en seint í gærkvöldi var það svo staðfest að Moyes myndi taka við liðinu, líkt og lesa má um hér. „Ég veit bara að það voru viðræður við þjálfara í gangi um helgina en ég var ekki búinn að heyra neitt staðfest.“ Enskir fjölmiðlar fullyrtu í gærkvöldi að Moyes myndi ekki taka við liðinu en það átti enn eftir að fá það staðfest. „Ég held að það sé best að tjá mig sem minnst um mögulega þjálfara,“ sagði Alfreð spurður um Moyes. „En hann hefur þjálfað hjá góðum liðum og væri örugglega góður kostur.“ Real Sociedad vann afar óvæntan sigur á Spánarmeisturum Atletico Madrid í gær, 2-1, en Alfreð kom þó ekkert við sögu. Það var aðeins annar sigur liðsins en hinn kom gegn Evrópumeisturum Real Madrid. „Það er mjög undarlegt að vinna Real og Atletico en tapa fyrir liðum sem eru nýkomin upp. Okkur hefur gengið illa að stjórna leikjum og sóknarleikurinn hefur ekki verið góður,“ segir Alfreð og bætti við að sigurinn í gær, sem lyfti Real Sociedad úr fallsæti, hafi létt á pressunni á liðinu. Hann hafi einnig sýnt að líklega var þjálfaraskiptanna þörf. „Þetta kveikti aðeins í hópnum í gær en tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ segir Alfreð sem hefur ekki áhyggjur af því að hann hafi lítið fengið að spila í upphafi tímabilsins. „Ég vil auðvitað spila sem mest en þetta er mitt fyrsta tímabil og bara rétt að byrja. Ég hef því ekki áhyggjur – ég mun fá mín tækifæri og þá vil ég sýna og sanna að ég eigi heima í byrjunarliðinu.“- EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær. „Ég veit ekkert meira um málið,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið á æfingu íslenska landsliðsins í Brussel í gær en seint í gærkvöldi var það svo staðfest að Moyes myndi taka við liðinu, líkt og lesa má um hér. „Ég veit bara að það voru viðræður við þjálfara í gangi um helgina en ég var ekki búinn að heyra neitt staðfest.“ Enskir fjölmiðlar fullyrtu í gærkvöldi að Moyes myndi ekki taka við liðinu en það átti enn eftir að fá það staðfest. „Ég held að það sé best að tjá mig sem minnst um mögulega þjálfara,“ sagði Alfreð spurður um Moyes. „En hann hefur þjálfað hjá góðum liðum og væri örugglega góður kostur.“ Real Sociedad vann afar óvæntan sigur á Spánarmeisturum Atletico Madrid í gær, 2-1, en Alfreð kom þó ekkert við sögu. Það var aðeins annar sigur liðsins en hinn kom gegn Evrópumeisturum Real Madrid. „Það er mjög undarlegt að vinna Real og Atletico en tapa fyrir liðum sem eru nýkomin upp. Okkur hefur gengið illa að stjórna leikjum og sóknarleikurinn hefur ekki verið góður,“ segir Alfreð og bætti við að sigurinn í gær, sem lyfti Real Sociedad úr fallsæti, hafi létt á pressunni á liðinu. Hann hafi einnig sýnt að líklega var þjálfaraskiptanna þörf. „Þetta kveikti aðeins í hópnum í gær en tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ segir Alfreð sem hefur ekki áhyggjur af því að hann hafi lítið fengið að spila í upphafi tímabilsins. „Ég vil auðvitað spila sem mest en þetta er mitt fyrsta tímabil og bara rétt að byrja. Ég hef því ekki áhyggjur – ég mun fá mín tækifæri og þá vil ég sýna og sanna að ég eigi heima í byrjunarliðinu.“-
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira