Erlent

Hafa gengið í Íslamska ríkið

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Abu Bakr al-Baghdadi
Abu Bakr al-Baghdadi
Samtök herskárra íslamista á Sínaískaga segjast hafa gengið til liðs við Íslamska ríkið. Tilkynningin er höfð til vitnis um að barátta Íslamska ríkisins höfði í auknum mæli til fólks fyrir botni Miðjarðarhafs.

Egypsku samtökin Ansar Beit al-Maqdis hafa lýst yfir ábyrgð á nokkrum árásum á egypska her- og lögreglumenn.

Vígasveitir Íslamska ríkisins hafa náð stórum svæðum í Sýrlandi og Írak á sitt vald. Leiðtogi þeirra, Abu Bakr al-Baghdadi, var á sunnudag sagður hafa særst í loftárás í Anbar-héraði í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×