Bæjarstjórahjónin í Iguala handtekin Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. nóvember 2014 11:30 Reiði Íbúar í Chilpancingo, höfuðstað Guerrero-héraðs, kasta grjóti í hús héraðsstjórans. Vísir/AP Fyrrverandi bæjarstjóri í Iguala í Mexíkó hefur verið handtekinn ásamt eiginkonu sinni. Bæjarstjórinn er sakaður um að hafa skipað mönnum sínum að gera árás á hóp háskólanema í lok september. Sex námsmenn létu lífið í árásinni og 43 virðast hafa verið numdir á brott. Málið hefur varpað nýju ljósi á náin tengsl ráðamanna sums staðar í Mexíkó við fíkniefnagengi, sem vaða þar uppi. Bæjarstjórahjónin fyrrverandi, þau Jose Luis Abarca og Maria de los Angeles Pineda, sýndu engan mótþróa þegar þau voru handtekin í Mexíkóborg snemma þriðjudags. Talsmaður mexíkósku sambandslögreglunnar staðfesti handtökuna á Twitter-síðu sinni í gær. Enn er allt óljóst um afdrif námsmannanna 43 þrátt fyrir að lögregla hafi lagt töluvert kapp á að upplýsa málið. Íbúar í Iguala og víðar í Guerrero-héraði hafa krafist svara og staðið fyrir mótmælum nánast daglega. Það voru lögreglumenn sem réðust á námsmenn við lítinn kennaraháskóla í Ayotzinapa, sem er skammt frá Iguala, þann 26. september síðastliðinn. Þessi tiltekni hópur lögreglumanna hefur starfað náið með glæpamönnum úr fíkniefnagenginu Guerreros Unidos. Stjórnvöld í Mexíkó segja nú að skipun um árásina á skólann hafi komið beint frá bæjarstjóranum. Hann hafi staðið í þeirri trú að námsmennirnir hafi ætlað sér að trufla ræðu bæjarstjórafrúarinnar síðar um daginn, en hún er jafnframt sögð hafa starfað með glæpagenginu. Leitin að námsmönnunum hefur meðal annars borist upp í hæðirnar fyrir ofan Iguala, þar sem um þrjátíu lík hafa fundist í fjöldagröfum. Enn hefur þó ekki fengist staðfest að neitt af þessum líkum sé af námsmönnunum. Þann 19. október tók stjórnin í Mexíkóborg ákvörðun um að senda sambandslögreglumenn til Iguala og taka þar við löggæslu. Lögreglumönnum bæjarins hefur verið vikið frá störfum. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Fyrrverandi bæjarstjóri í Iguala í Mexíkó hefur verið handtekinn ásamt eiginkonu sinni. Bæjarstjórinn er sakaður um að hafa skipað mönnum sínum að gera árás á hóp háskólanema í lok september. Sex námsmenn létu lífið í árásinni og 43 virðast hafa verið numdir á brott. Málið hefur varpað nýju ljósi á náin tengsl ráðamanna sums staðar í Mexíkó við fíkniefnagengi, sem vaða þar uppi. Bæjarstjórahjónin fyrrverandi, þau Jose Luis Abarca og Maria de los Angeles Pineda, sýndu engan mótþróa þegar þau voru handtekin í Mexíkóborg snemma þriðjudags. Talsmaður mexíkósku sambandslögreglunnar staðfesti handtökuna á Twitter-síðu sinni í gær. Enn er allt óljóst um afdrif námsmannanna 43 þrátt fyrir að lögregla hafi lagt töluvert kapp á að upplýsa málið. Íbúar í Iguala og víðar í Guerrero-héraði hafa krafist svara og staðið fyrir mótmælum nánast daglega. Það voru lögreglumenn sem réðust á námsmenn við lítinn kennaraháskóla í Ayotzinapa, sem er skammt frá Iguala, þann 26. september síðastliðinn. Þessi tiltekni hópur lögreglumanna hefur starfað náið með glæpamönnum úr fíkniefnagenginu Guerreros Unidos. Stjórnvöld í Mexíkó segja nú að skipun um árásina á skólann hafi komið beint frá bæjarstjóranum. Hann hafi staðið í þeirri trú að námsmennirnir hafi ætlað sér að trufla ræðu bæjarstjórafrúarinnar síðar um daginn, en hún er jafnframt sögð hafa starfað með glæpagenginu. Leitin að námsmönnunum hefur meðal annars borist upp í hæðirnar fyrir ofan Iguala, þar sem um þrjátíu lík hafa fundist í fjöldagröfum. Enn hefur þó ekki fengist staðfest að neitt af þessum líkum sé af námsmönnunum. Þann 19. október tók stjórnin í Mexíkóborg ákvörðun um að senda sambandslögreglumenn til Iguala og taka þar við löggæslu. Lögreglumönnum bæjarins hefur verið vikið frá störfum.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira