Kristinn: Skoða þá möguleika sem koma upp Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. nóvember 2014 07:00 Kristinn skoraði átta mörk á tímabilinu í Svíþjóð. mynd/hbk.sek Kristinn Steindórsson, leikmaður Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir liðið þegar það tapaði 5-1 í lokaumferðinni gegn IFK Gautaborg á útivelli um helgina. Kristinn spilaði fantavel með Halmstad í sumar sem bætti árangur sinn mikið frá síðasta tímabili, en hjá Halmstad eru menn þokkalega sáttir við uppskeruna í ár. „Við áttum í miklum vandræðum í fyrra og fórum í umspilið. Markmiðið í ár var að halda sér uppi og fá fleiri stig sem tókst,“ segir Kristinn í samtali við Fréttablaðið, en sjálfur skoraði hann átta mörk og lagði upp tvö til viðbótar í sænsku úrvalsdeildinni í ár. „Í heildina er ég ánægður með mína frammistöðu þó maður vilji alltaf gera betur; skora meira og leggja upp fleiri mörk. En eftir þetta leiðindatímabil í fyrra var þetta mun skemmtilegra þannig að ég er sáttur,“ segir Kristinn. Óvíst er hvort Blikinn öflugi verður áfram hjá Halmstad, en hann er nú samningslaus. „Í rauninni veit ég ekki hvað gerist. Það er samt 100 prósent að ég held að ég komi ekki heim. Ekki núna. Ég kem bara til með að skoða þá möguleika sem verða í boði,“ segir Kristinn. Hann hefur ekki rætt við Halmstad ennþá, en mun spjalla við forráðamenn liðsins um framtíð sína í vikunni. Annars hefur hann heyrt af áhuga annarra liða. „Halmstad-menn vildu bíða með viðræður þar til eftir síðasta leik. Það er klárlega áhugi frá öðrum liðum en ekkert sem er komið langt á leið. Ég er til í að skoða allt í rauninni,“ segir Kristinn sem hefur mikinn áhuga á að komast til betra liðs. „Ég hef fulla trú á því að ég geti spilað með betri liðum og maður spilar eflaust bara betur hjá betra liði með betri menn í kringum sig. Ég vil bara helst fá hlutina á hreint sem fyrst,“ segir hann. Næst á dagskránni er smá frí áður en haldið verður heim til Íslands í desember, segir Kristinn. „Maður fer í smá ferðalag og sér svo hvað gerist. Kannski þarf maður að fara aftur til Halmstad og pakka ef eitthvað gerist.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Kristinn Steindórsson, leikmaður Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir liðið þegar það tapaði 5-1 í lokaumferðinni gegn IFK Gautaborg á útivelli um helgina. Kristinn spilaði fantavel með Halmstad í sumar sem bætti árangur sinn mikið frá síðasta tímabili, en hjá Halmstad eru menn þokkalega sáttir við uppskeruna í ár. „Við áttum í miklum vandræðum í fyrra og fórum í umspilið. Markmiðið í ár var að halda sér uppi og fá fleiri stig sem tókst,“ segir Kristinn í samtali við Fréttablaðið, en sjálfur skoraði hann átta mörk og lagði upp tvö til viðbótar í sænsku úrvalsdeildinni í ár. „Í heildina er ég ánægður með mína frammistöðu þó maður vilji alltaf gera betur; skora meira og leggja upp fleiri mörk. En eftir þetta leiðindatímabil í fyrra var þetta mun skemmtilegra þannig að ég er sáttur,“ segir Kristinn. Óvíst er hvort Blikinn öflugi verður áfram hjá Halmstad, en hann er nú samningslaus. „Í rauninni veit ég ekki hvað gerist. Það er samt 100 prósent að ég held að ég komi ekki heim. Ekki núna. Ég kem bara til með að skoða þá möguleika sem verða í boði,“ segir Kristinn. Hann hefur ekki rætt við Halmstad ennþá, en mun spjalla við forráðamenn liðsins um framtíð sína í vikunni. Annars hefur hann heyrt af áhuga annarra liða. „Halmstad-menn vildu bíða með viðræður þar til eftir síðasta leik. Það er klárlega áhugi frá öðrum liðum en ekkert sem er komið langt á leið. Ég er til í að skoða allt í rauninni,“ segir Kristinn sem hefur mikinn áhuga á að komast til betra liðs. „Ég hef fulla trú á því að ég geti spilað með betri liðum og maður spilar eflaust bara betur hjá betra liði með betri menn í kringum sig. Ég vil bara helst fá hlutina á hreint sem fyrst,“ segir hann. Næst á dagskránni er smá frí áður en haldið verður heim til Íslands í desember, segir Kristinn. „Maður fer í smá ferðalag og sér svo hvað gerist. Kannski þarf maður að fara aftur til Halmstad og pakka ef eitthvað gerist.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira