Verkalýðshreyfingin býr sig undir harða baráttu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 30. október 2014 10:00 Verkalýðsleiðtogar segja að dagar samræmdrar launastefnu séu taldir hér á landi. Í komandi samningum semji hver fyrir sig. Fréttablaðið/VAlli Dagar samræmdrar launastefnu eru taldir ef marka má ummæli ýmissa verkalýðsleiðtoga. Margir telja að tími sé kominn til að samið verði við einstök fyrirtæki, eða að einstakar starfsgreinar semji sér. Það verði afkoma viðkomandi greinar eða fyrirtækis sem ráði því hversu miklar launahækkanir sé hægt að semja um. Verkalýðsfélög landsins eru nú að móta kröfugerð fyrir komandi samninga. Miklum átökum er spáð á vinnumarkaði næstu mánuði. Menn telja að tilraunin sem gerð var með desembersamningunum á síðasta ári hafi mistekist að stórum hluta. Því þegar félögin á almenna markaðnum voru búin að samþykkja sína samninga komu aðrir hópar, svo sem kennarar, háskólamenntaðir, flugmenn og fleiri og sömdu um mun meiri hækkanir. Þó benda menn á að eitt markmið hafi náðst og það er að ná niður verðbólgu sem hefur um nokkurt skeið verið fyrir neðan markmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent.Kristján Þ. Snæbjarnarson, Guðmundur Ragnarsson, Vilhjálmur Birgisson, Ólafía B. Rafnsdóttir og Finnbogi Sveinbjörnsson.Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir samstöðu innan stóra hópsins mikilvæga, en óvíst sé að hún náist eftir síðustu kjarasamninga. Samstaðan hafi brugðist þegar aðrir hafi fengið meiri hækkanir en ASÍ-félögin. Menn ætluðu að nota þetta ár til að undirbúa gerð langtímasamnings en lítið hefur orðið úr því. Guðmundur Ragnarsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknigreina, segir að nú í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum viti enginn hvernig eigi að hefja þá vinnu sem átti raunar að byrja á fyrir ári. „Það er ekkert traust til staðar og engin ný fagnaðarerindi sem hægt er að leggja á borð fyrir launþega þessa lands. Það er fullreynt með kjarasamninga sem byggja á lágum launahækkunum og væntingum um litla verðbólgu. Þar hefur allt farið á sama veg. Launamaðurinn tekur á sig verðbólguna en fyrirtækin og ríkisvaldið og sveitarfélög velta verðhækkunum út í verðlag og skatta,“ segir Guðmundur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að dagar samræmdrar láglaunastefnu séu liðnir og nú sé komið að því að hver og einn semji fyrir sig. Hann segir útflutningsgreinarnar, það eru fiskvinnslan og ferðaþjónustan, hafa hagnast vel á lágu gengi krónunnar. Þessar greinar geti borgað mun hærri laun en þær gera í dag og sama gildi um stóriðjuna. Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að það sé ekkert óhugsandi að sú leið verði farin innan VR að semja sér við stór fyrirtæki eins og Haga, sem hafi sýnt mikinn hagnað á síðasta ári. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir að það sé skýrt í hans huga að það verði að bæta kjör þeirra verst settu, það sé forgangsatriði. Hann segir vinnumarkaðinn tvískiptan. „Annars vegar er það landsbyggðin sem býr við þann kalda veruleika að fólki eru greidd taxtalaun, hins vegar er það suðvesturhornið, en þar fær fólk oftar en ekki greidd markaðslaun,“ segir Finnbogi og bætir við að það liggi í augum uppi að það verði að hækka laun landsbyggðarfólksins og það sé hugsanlegt að gera það í gegnum sérkjarasamninga. Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Dagar samræmdrar launastefnu eru taldir ef marka má ummæli ýmissa verkalýðsleiðtoga. Margir telja að tími sé kominn til að samið verði við einstök fyrirtæki, eða að einstakar starfsgreinar semji sér. Það verði afkoma viðkomandi greinar eða fyrirtækis sem ráði því hversu miklar launahækkanir sé hægt að semja um. Verkalýðsfélög landsins eru nú að móta kröfugerð fyrir komandi samninga. Miklum átökum er spáð á vinnumarkaði næstu mánuði. Menn telja að tilraunin sem gerð var með desembersamningunum á síðasta ári hafi mistekist að stórum hluta. Því þegar félögin á almenna markaðnum voru búin að samþykkja sína samninga komu aðrir hópar, svo sem kennarar, háskólamenntaðir, flugmenn og fleiri og sömdu um mun meiri hækkanir. Þó benda menn á að eitt markmið hafi náðst og það er að ná niður verðbólgu sem hefur um nokkurt skeið verið fyrir neðan markmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent.Kristján Þ. Snæbjarnarson, Guðmundur Ragnarsson, Vilhjálmur Birgisson, Ólafía B. Rafnsdóttir og Finnbogi Sveinbjörnsson.Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir samstöðu innan stóra hópsins mikilvæga, en óvíst sé að hún náist eftir síðustu kjarasamninga. Samstaðan hafi brugðist þegar aðrir hafi fengið meiri hækkanir en ASÍ-félögin. Menn ætluðu að nota þetta ár til að undirbúa gerð langtímasamnings en lítið hefur orðið úr því. Guðmundur Ragnarsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknigreina, segir að nú í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum viti enginn hvernig eigi að hefja þá vinnu sem átti raunar að byrja á fyrir ári. „Það er ekkert traust til staðar og engin ný fagnaðarerindi sem hægt er að leggja á borð fyrir launþega þessa lands. Það er fullreynt með kjarasamninga sem byggja á lágum launahækkunum og væntingum um litla verðbólgu. Þar hefur allt farið á sama veg. Launamaðurinn tekur á sig verðbólguna en fyrirtækin og ríkisvaldið og sveitarfélög velta verðhækkunum út í verðlag og skatta,“ segir Guðmundur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að dagar samræmdrar láglaunastefnu séu liðnir og nú sé komið að því að hver og einn semji fyrir sig. Hann segir útflutningsgreinarnar, það eru fiskvinnslan og ferðaþjónustan, hafa hagnast vel á lágu gengi krónunnar. Þessar greinar geti borgað mun hærri laun en þær gera í dag og sama gildi um stóriðjuna. Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að það sé ekkert óhugsandi að sú leið verði farin innan VR að semja sér við stór fyrirtæki eins og Haga, sem hafi sýnt mikinn hagnað á síðasta ári. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir að það sé skýrt í hans huga að það verði að bæta kjör þeirra verst settu, það sé forgangsatriði. Hann segir vinnumarkaðinn tvískiptan. „Annars vegar er það landsbyggðin sem býr við þann kalda veruleika að fólki eru greidd taxtalaun, hins vegar er það suðvesturhornið, en þar fær fólk oftar en ekki greidd markaðslaun,“ segir Finnbogi og bætir við að það liggi í augum uppi að það verði að hækka laun landsbyggðarfólksins og það sé hugsanlegt að gera það í gegnum sérkjarasamninga.
Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira