Situr beggja vegna borðs í skiptum við Gámaþjónustu Sveinn Arnarsson skrifar 22. október 2014 07:00 Sveitarstjóri Ölfuss tók ákvörðun um að áfrýja úrskurði um að afhenda útboðsgögn sem fyrirtæki í hans eigu fékk. Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri Ölfuss, átti persónulega hlut í Gámaþjónustunni þegar hann tók ákvörðun um að neita að afhenda Íslenska gámafélaginu gögn.Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði á þá leið að sveitarfélaginu bæri að afhenda Íslenska gámafélaginu gögn í útboði Ölfuss þar sem Gámaþjónustan varð hlutskörpust. Ákvörðun Gunnsteins R. Ómarssonar fór á sínum tíma ekki fyrir bæjarstjórn sveitarfélagsins né bæjarráð, heldur tók hann þessa ákvörðun einn sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins.„Já, það er rétt, ég á sjálfur hlut í Gámaþjónustunni og hef aldrei farið dult með það,“ segir GunnsteinnGunnsteinn r. Ómarsson Sveitarstjóri ÖlfussÞegar Gunnsteinn er spurður hvort það hafi ekki haft áhrif á hæfi hans til að fara með málið, sem er nátengt persónulegum hagsmunum hans sem hluthafa í Gámaþjónustunni, segir hann að það hafi ekki skipt máli. „Nei, það hafði ekki áhrif, ég vann þetta í umboði sveitarstjórnar eins og margoft hefur komið fram,“ segir bæjarstjórinn. Í stjórnsýslulögum er tekið á hæfi sveitarstjórnarmanna. Þar segir í þriðju grein laganna að starfsmaður sé vanhæfur ef að fyrir hendi eru þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu. Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur málavöxtu óheppilega. „Það er óheppilegt að ráðnir sveitarstjórar taka að sér afgreiðslu mála þar sem hægt er að draga hæfi þeirra í efa,“ segir Tryggvi. Hagsmunir sveitarfélagsins óverulegirÍslenska gámafélagið vildi fá að sjá hvaða forsendur lágu að baki útboði Gámaþjónustunnar í sorphirðu Ölfuss. Ölfus neitaði að afhenda gögnin keppinaut Gámaþjónustunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók undir með Íslenska gámafélaginu og úrskurðaði að sveitarfélaginu væri skylt að afhenda gögnin. Samt sem áður neitaði bæjarstjóri Ölfuss að afhenda gögnin og kærði úrskurðinn til dómstóla. Í viðtali við Fréttablaðið þann 3. september síðastliðinn sagði Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, að hagsmunir sveitarfélagsins í þessu máli væru óverulegir, en að sama skapi væru hagsmunir Gámaþjónustunnar nokkuð ríkir.„Við gerum þetta vegna þess að viðsemjandi okkar telur álitamál hvort eigi að láta þessar upplýsingar í té og óskar eftir því að haldinn sé trúnaður við fyrirtækið,“ sagði Gunnsteinn.Hefur ekki áhrif á hæfi sveitarstjóraAnna Björg Níelsdóttir, formaður bæjarráðs Ölfuss, telur sveitarstjórann hæfan til að taka ákvarðanir sem þessar. Hún muni þó ekki eftir því að Gunnsteinn hafi tilkynnt kjörnum sveitarstjórnarmönnum um að hann ætti sjálfur hlut í Gámaþjónustunni.„Hann tekur þessa ákvörðun ekki sjálfur. Þó að þetta hafi ekki farið formlega fyrir bæjarstjórn eða bæjarráð þá vorum við með í ráðum þegar ákvörðun var tekin um að áfrýja úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál,“ segir Anna. Í ársreikningi Gámaþjónustunnar sést að foreldrar hans, Ómar Þórðarson og Friðgerður Friðgeirsdóttir, eiga báðir hlut í fyrirtækinu sem og bróðir hans, Atli Ómarsson. Ef hlutur þeirra er lagður saman eru þau fjórði stærsti hluthafi í fyrirtækinu. Tengdar fréttir Slegist um sorpið í Ölfusi Í nýrri yfirlýsingu frá Gámaþjónustunni er talað um óréttmætar og lítilsigldar árásir á Gunnstein Ómarsson sveitarstjóra Ölfuss, vegna deilu um útboð sem snýr að sorphirðu í sveitarfélaginu. 4. september 2014 07:40 Dómgreindarbrestur af hálfu bæjarstjórans að hygla fjölskyldunni Jón Þórir Frantzsson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, efast um hæfi Gunnsteins Ómarssonar, bæjarstjóra Ölfuss, við afgreiðslu sorphirðuútboðs í bænum þar sem útboðsgögnum er haldið leyndum. 3. september 2014 18:01 „Ekki verið að gæta hagsmuna Ölfuss“ Ármann Einarsson, oddviti D-lista í minnihluta Ölfuss, vill fá öll gögn upp á borðið 3. september 2014 09:00 Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn Ölfus neitar að gefa Íslenska gámafélaginu gögn um útboð á sorpmálum. Gámaþjónustan bauð lægst og fékk verkið. Úrskurðarnefnd tekur undir með Íslenska gámafélaginu en sveitarfélagið ætlar að kæra þann úrskurð. 3. september 2014 06:45 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri Ölfuss, átti persónulega hlut í Gámaþjónustunni þegar hann tók ákvörðun um að neita að afhenda Íslenska gámafélaginu gögn.Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði á þá leið að sveitarfélaginu bæri að afhenda Íslenska gámafélaginu gögn í útboði Ölfuss þar sem Gámaþjónustan varð hlutskörpust. Ákvörðun Gunnsteins R. Ómarssonar fór á sínum tíma ekki fyrir bæjarstjórn sveitarfélagsins né bæjarráð, heldur tók hann þessa ákvörðun einn sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins.„Já, það er rétt, ég á sjálfur hlut í Gámaþjónustunni og hef aldrei farið dult með það,“ segir GunnsteinnGunnsteinn r. Ómarsson Sveitarstjóri ÖlfussÞegar Gunnsteinn er spurður hvort það hafi ekki haft áhrif á hæfi hans til að fara með málið, sem er nátengt persónulegum hagsmunum hans sem hluthafa í Gámaþjónustunni, segir hann að það hafi ekki skipt máli. „Nei, það hafði ekki áhrif, ég vann þetta í umboði sveitarstjórnar eins og margoft hefur komið fram,“ segir bæjarstjórinn. Í stjórnsýslulögum er tekið á hæfi sveitarstjórnarmanna. Þar segir í þriðju grein laganna að starfsmaður sé vanhæfur ef að fyrir hendi eru þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu. Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur málavöxtu óheppilega. „Það er óheppilegt að ráðnir sveitarstjórar taka að sér afgreiðslu mála þar sem hægt er að draga hæfi þeirra í efa,“ segir Tryggvi. Hagsmunir sveitarfélagsins óverulegirÍslenska gámafélagið vildi fá að sjá hvaða forsendur lágu að baki útboði Gámaþjónustunnar í sorphirðu Ölfuss. Ölfus neitaði að afhenda gögnin keppinaut Gámaþjónustunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók undir með Íslenska gámafélaginu og úrskurðaði að sveitarfélaginu væri skylt að afhenda gögnin. Samt sem áður neitaði bæjarstjóri Ölfuss að afhenda gögnin og kærði úrskurðinn til dómstóla. Í viðtali við Fréttablaðið þann 3. september síðastliðinn sagði Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, að hagsmunir sveitarfélagsins í þessu máli væru óverulegir, en að sama skapi væru hagsmunir Gámaþjónustunnar nokkuð ríkir.„Við gerum þetta vegna þess að viðsemjandi okkar telur álitamál hvort eigi að láta þessar upplýsingar í té og óskar eftir því að haldinn sé trúnaður við fyrirtækið,“ sagði Gunnsteinn.Hefur ekki áhrif á hæfi sveitarstjóraAnna Björg Níelsdóttir, formaður bæjarráðs Ölfuss, telur sveitarstjórann hæfan til að taka ákvarðanir sem þessar. Hún muni þó ekki eftir því að Gunnsteinn hafi tilkynnt kjörnum sveitarstjórnarmönnum um að hann ætti sjálfur hlut í Gámaþjónustunni.„Hann tekur þessa ákvörðun ekki sjálfur. Þó að þetta hafi ekki farið formlega fyrir bæjarstjórn eða bæjarráð þá vorum við með í ráðum þegar ákvörðun var tekin um að áfrýja úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál,“ segir Anna. Í ársreikningi Gámaþjónustunnar sést að foreldrar hans, Ómar Þórðarson og Friðgerður Friðgeirsdóttir, eiga báðir hlut í fyrirtækinu sem og bróðir hans, Atli Ómarsson. Ef hlutur þeirra er lagður saman eru þau fjórði stærsti hluthafi í fyrirtækinu.
Tengdar fréttir Slegist um sorpið í Ölfusi Í nýrri yfirlýsingu frá Gámaþjónustunni er talað um óréttmætar og lítilsigldar árásir á Gunnstein Ómarsson sveitarstjóra Ölfuss, vegna deilu um útboð sem snýr að sorphirðu í sveitarfélaginu. 4. september 2014 07:40 Dómgreindarbrestur af hálfu bæjarstjórans að hygla fjölskyldunni Jón Þórir Frantzsson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, efast um hæfi Gunnsteins Ómarssonar, bæjarstjóra Ölfuss, við afgreiðslu sorphirðuútboðs í bænum þar sem útboðsgögnum er haldið leyndum. 3. september 2014 18:01 „Ekki verið að gæta hagsmuna Ölfuss“ Ármann Einarsson, oddviti D-lista í minnihluta Ölfuss, vill fá öll gögn upp á borðið 3. september 2014 09:00 Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn Ölfus neitar að gefa Íslenska gámafélaginu gögn um útboð á sorpmálum. Gámaþjónustan bauð lægst og fékk verkið. Úrskurðarnefnd tekur undir með Íslenska gámafélaginu en sveitarfélagið ætlar að kæra þann úrskurð. 3. september 2014 06:45 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Slegist um sorpið í Ölfusi Í nýrri yfirlýsingu frá Gámaþjónustunni er talað um óréttmætar og lítilsigldar árásir á Gunnstein Ómarsson sveitarstjóra Ölfuss, vegna deilu um útboð sem snýr að sorphirðu í sveitarfélaginu. 4. september 2014 07:40
Dómgreindarbrestur af hálfu bæjarstjórans að hygla fjölskyldunni Jón Þórir Frantzsson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, efast um hæfi Gunnsteins Ómarssonar, bæjarstjóra Ölfuss, við afgreiðslu sorphirðuútboðs í bænum þar sem útboðsgögnum er haldið leyndum. 3. september 2014 18:01
„Ekki verið að gæta hagsmuna Ölfuss“ Ármann Einarsson, oddviti D-lista í minnihluta Ölfuss, vill fá öll gögn upp á borðið 3. september 2014 09:00
Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn Ölfus neitar að gefa Íslenska gámafélaginu gögn um útboð á sorpmálum. Gámaþjónustan bauð lægst og fékk verkið. Úrskurðarnefnd tekur undir með Íslenska gámafélaginu en sveitarfélagið ætlar að kæra þann úrskurð. 3. september 2014 06:45