Flughlað ekki á dagskrá þvert á loforð Sveinn Arnarsson skrifar 18. október 2014 00:01 Gerð nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli er ekki að finna í fjárlagafrumvarpi ársins 2015, þrátt fyrir loforð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að koma framkvæmdinni á laggirnar. „Við munum reyna að tryggja fjármagn núna í fjárlagagerðinni,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Sextíu þúsund rúmmetrar efnis liggja ónotaðir á athafnasvæði Vaðlaheiðarganga. Nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli skapar rými til að taka við stærri farþegaflugvélum og opnar möguleikann á millilandaflugi frá Akureyri. Hugmyndir hafa verið uppi, allt frá því að hugmyndir um gerð Vaðlaheiðarganga komust á skrið, að nýta það efni sem út úr göngunum kæmi í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Nú er svo komið að Isavia stendur efnið til boða án endurgjalds. Isavia þarf því aðeins að greiða fyrir flutningskostnaðinn. Það fjármagn hefur ekki fengist þrátt fyrir vilja stjórnvalda og fjárlagafrumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika á árinu 2015. Þann 16. júlí síðastliðinn sagðist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vona að Alþingi tryggði fjármuni til að hefja stækkun flughlaðsins á næsta ári. „Menn hljóta að vilja nota tækifærið til að nýta þetta efni í það að stækka flughlaðið sem er nauðsynlegt til þess að flugvöllurinn nýtist sem skyldi,“ sagði Sigmundur.Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir rétt að ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum við flughlað. Hann vonast hins vegar til að Alþingi finni fjármagn í þessa framkvæmd til þess að hægt verði að hefjast handa. Þegar hann er spurður að því af hverju framkvæmdin sé ekki á fjárlögum segir hann ýmis mál ekki vera á fjárlögum sem hann hefði kosið. „Nú ætlum við að tryggja fjármagn í fjárlagagerðinni á þingi þannig að það verði byrjað að flytja eitthvað af efninu í flughlaðið á næsta ári. Það er vilji minn og forsætisráðherra að setja þessa framkvæmd á áætlun. Þetta er eitt af mínum baráttumálum og hefur verið lengi. Nú eru menn einmitt að gera sér grein fyrir hagsmunum sem eru í húfi, ekki bara fyrir Akureyri og Norðurland, heldur líka fyrir ríkissjóð að fá þarna ódýrt efni afar stutt frá flugvellinum til nota,“ segir Höskuldur Þór. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Gerð nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli er ekki að finna í fjárlagafrumvarpi ársins 2015, þrátt fyrir loforð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að koma framkvæmdinni á laggirnar. „Við munum reyna að tryggja fjármagn núna í fjárlagagerðinni,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Sextíu þúsund rúmmetrar efnis liggja ónotaðir á athafnasvæði Vaðlaheiðarganga. Nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli skapar rými til að taka við stærri farþegaflugvélum og opnar möguleikann á millilandaflugi frá Akureyri. Hugmyndir hafa verið uppi, allt frá því að hugmyndir um gerð Vaðlaheiðarganga komust á skrið, að nýta það efni sem út úr göngunum kæmi í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Nú er svo komið að Isavia stendur efnið til boða án endurgjalds. Isavia þarf því aðeins að greiða fyrir flutningskostnaðinn. Það fjármagn hefur ekki fengist þrátt fyrir vilja stjórnvalda og fjárlagafrumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika á árinu 2015. Þann 16. júlí síðastliðinn sagðist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vona að Alþingi tryggði fjármuni til að hefja stækkun flughlaðsins á næsta ári. „Menn hljóta að vilja nota tækifærið til að nýta þetta efni í það að stækka flughlaðið sem er nauðsynlegt til þess að flugvöllurinn nýtist sem skyldi,“ sagði Sigmundur.Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir rétt að ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum við flughlað. Hann vonast hins vegar til að Alþingi finni fjármagn í þessa framkvæmd til þess að hægt verði að hefjast handa. Þegar hann er spurður að því af hverju framkvæmdin sé ekki á fjárlögum segir hann ýmis mál ekki vera á fjárlögum sem hann hefði kosið. „Nú ætlum við að tryggja fjármagn í fjárlagagerðinni á þingi þannig að það verði byrjað að flytja eitthvað af efninu í flughlaðið á næsta ári. Það er vilji minn og forsætisráðherra að setja þessa framkvæmd á áætlun. Þetta er eitt af mínum baráttumálum og hefur verið lengi. Nú eru menn einmitt að gera sér grein fyrir hagsmunum sem eru í húfi, ekki bara fyrir Akureyri og Norðurland, heldur líka fyrir ríkissjóð að fá þarna ódýrt efni afar stutt frá flugvellinum til nota,“ segir Höskuldur Þór.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira