Erlent

Leiðtogarnir voru léttir í lund

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, slógu á létta strengi þegar þau hittust í Mílanó í gær.
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, slógu á létta strengi þegar þau hittust í Mílanó í gær. vísir/afp
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, brosa hér saman á góðri stundu á Asíu-Evrópufundinum sem fram fer í Mílanó um þessar mundir.

Asíu-Evrópufundurinn, skammstafað ASEM, fór fyrst fram árið 1996 og þar hittast aðilar fimmtíu ríkja.

Samkoman er vettvangur fyrir samræður og mögulega samvinnu á milli ríkja í Asíu og Evrópu, er haldinn annað hvert ár og skiptast álfurnar á að hýsa fundina.

ASEM-fundurinn er nú haldinn í tíunda sinn og stendur samkoman í tvo daga. Yfirskrift fundarins er ábyrgðarfullt samstarf sem leiðir af sér vöxt og öryggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×