Smitsjúkdómadeild lokað vegna mósa Hanna Ólafsdóttir skrifar 17. október 2014 07:00 Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum segir mósa-smitið setja alla starfsemi spítalans í uppnám. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Unnið er að því að loka smitsjúkdómadeild A-7 á Landspítalanum í Fossvogi eftir að mósa-baktería greindist á deildinni. Sjúklingar sem lágu á deildinni hafa verið lagðir inn á aðrar deildir spítalans en einnig hefur þurft að bregða á það ráð að flytja sjúklinga á sjúkrahús á Akranesi, í Reykjanesbæ og á Selfossi vegna plássleysis á Landspítalanum. Deildin þar sem mósa-smitið kom upp þarf að vera lokuð í að minnsta kosti fjóra daga á meðan hún er hreinsuð og ekki er hægt að leggja inn nýja sjúklinga á meðan. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir mósa-smitið setja alla starfsemi spítalans í uppnám. „Vandinn sem við stöndum frammi fyrir núna er að við höfum ekki nægt pláss á spítalanum til að tæma deildina alveg af sjúklingum. Rúmanýting á Landspítalanum er gjarnan 90 til 100%. Rúmanýting á svona spítala á að vera 75 til 80% eða þar um bil. Við höfum margoft bent á að svona getur þetta ekki gengið, þar sem ekkert svigrúm er til að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Og það er þannig í rekstri á stóru sjúkrahúsi að það kemur alltaf eitthvað óvænt upp á.“ Mósa (Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus) er baktería sem er að hluta til ónæm fyrir sýklalyfjum. Hún er ekki hættuleg hraustum einstaklingum en getur haft alvarleg áhrif á einstaklinga sem eru veikir fyrir. Bakterían er að mestu einkennalaus og algengt er að fólk beri hana í nefi eða á húð án nokkurra einkenna. Þaðan getur hún borist í sár eða viðkvæma einstaklinga og valdið sýkingum. Sýkingarnar eru misalvarlegar, allt frá einföldum húðsýkingum til lífshættulegra blóðsýkinga. Bakterían berst oftast á milli manna með snertingu. Þetta er í þriðja sinn sem mósa-smit kemur upp á Landspítalanum á þessu ári. Aðspurður segir Ólafur bakteríuna hafa greinst bæði í umhverfi á deildinni en einnig á sjúklingum. Hún hafi þó ekki orðið til þess að heilsu sjúklinga hrakaði frekar. Að sögn Ólafs bráðvantar nýjar byggingar fyrir spítalann svo hægt sé að komast hjá þessum vanda, en mósa-smit kemur upp á Landspítalanum nokkrum sinnum á ári. Hann segir mósa-smit gríðarlega erfitt viðureignar og kostnaðarsamt. Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum þar sem mósa hefur ekki náð fótfestu inni á spítölum og segir Ólafur að mikil vinna sé lögð í að svo verði áfram. „Að halda uppi slíkum gæðum kostar mikla fyrirhöfn og þrengslin á spítalanum gera okkur mjög erfitt fyrir.“ Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Unnið er að því að loka smitsjúkdómadeild A-7 á Landspítalanum í Fossvogi eftir að mósa-baktería greindist á deildinni. Sjúklingar sem lágu á deildinni hafa verið lagðir inn á aðrar deildir spítalans en einnig hefur þurft að bregða á það ráð að flytja sjúklinga á sjúkrahús á Akranesi, í Reykjanesbæ og á Selfossi vegna plássleysis á Landspítalanum. Deildin þar sem mósa-smitið kom upp þarf að vera lokuð í að minnsta kosti fjóra daga á meðan hún er hreinsuð og ekki er hægt að leggja inn nýja sjúklinga á meðan. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir mósa-smitið setja alla starfsemi spítalans í uppnám. „Vandinn sem við stöndum frammi fyrir núna er að við höfum ekki nægt pláss á spítalanum til að tæma deildina alveg af sjúklingum. Rúmanýting á Landspítalanum er gjarnan 90 til 100%. Rúmanýting á svona spítala á að vera 75 til 80% eða þar um bil. Við höfum margoft bent á að svona getur þetta ekki gengið, þar sem ekkert svigrúm er til að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Og það er þannig í rekstri á stóru sjúkrahúsi að það kemur alltaf eitthvað óvænt upp á.“ Mósa (Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus) er baktería sem er að hluta til ónæm fyrir sýklalyfjum. Hún er ekki hættuleg hraustum einstaklingum en getur haft alvarleg áhrif á einstaklinga sem eru veikir fyrir. Bakterían er að mestu einkennalaus og algengt er að fólk beri hana í nefi eða á húð án nokkurra einkenna. Þaðan getur hún borist í sár eða viðkvæma einstaklinga og valdið sýkingum. Sýkingarnar eru misalvarlegar, allt frá einföldum húðsýkingum til lífshættulegra blóðsýkinga. Bakterían berst oftast á milli manna með snertingu. Þetta er í þriðja sinn sem mósa-smit kemur upp á Landspítalanum á þessu ári. Aðspurður segir Ólafur bakteríuna hafa greinst bæði í umhverfi á deildinni en einnig á sjúklingum. Hún hafi þó ekki orðið til þess að heilsu sjúklinga hrakaði frekar. Að sögn Ólafs bráðvantar nýjar byggingar fyrir spítalann svo hægt sé að komast hjá þessum vanda, en mósa-smit kemur upp á Landspítalanum nokkrum sinnum á ári. Hann segir mósa-smit gríðarlega erfitt viðureignar og kostnaðarsamt. Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum þar sem mósa hefur ekki náð fótfestu inni á spítölum og segir Ólafur að mikil vinna sé lögð í að svo verði áfram. „Að halda uppi slíkum gæðum kostar mikla fyrirhöfn og þrengslin á spítalanum gera okkur mjög erfitt fyrir.“
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira