Innlent

Vilja bann við gróðursetningu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hornfirðingar eru ekki hrifnir.
Hornfirðingar eru ekki hrifnir. Fréttablaðið/Rósa
„Skógarkerfill hefur ekkert landgræðslugildi og hefur verið meira til ama en gagns,“ segir í bókun sem bæjarráð Hornafjarðar gerði vegna tillögu Skógræktarfélags Íslands um að unnið verði að samstilltu átaki opinberra aðila og skógræktarfélaga í að nýta lúpínubreiður til skógræktar.

Bæjarráð Hornafjarðar segir skógarkerfil ekki hafa náð útbreiðslu í Austur-Skaftafellssýslu. „Er því tilvalið að setja einhvers konar reglugerð eða samþykkt um bann/höft við gróðursetningu skógarkerfils og aðgerðaráætlun um eyðingu hans ef upp kemur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×