Innlent

Vill ríkisfé í lífríkisrannsóknir

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Gísli Halldór Halldórsson varð bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar fyrr á árinu.
Gísli Halldór Halldórsson varð bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar fyrr á árinu. Fréttablaðið/Benni
Rannsóknir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, vill að ríkið leggi aukið fé í grunnrannsóknir á lífríki í vestfirskum fjörðum. Kostnaður við þessar rannsóknir og umhverfismat liggur nú allur á fiskeldisfyrirtækjum. Þetta kom fram á vefmiðli BB í gær.

Gísla þykir ekkert óeðlilegt við það að opinberir aðilar komi að rannsóknum sem slíkum sem einkaaðilar nýta sér svo. Minntist hann á vegakerfið í því samhengi.

„Það þýddi að þessi þekking væri eign hins opinbera og öllum til gagns. Við þurfum að pressa á ríkisvaldið að koma að þessum málum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×