Þurfa að endursemja við lánardrottna sína Sveinn Arnarsson skrifar 16. október 2014 08:45 Vatnið úr sprungunni skapar mikinn hita og raka í göngunum. Vísir/Auðunn Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir að innan tíðar verði verkáætlun Vaðlaheiðarganga endurskoðuð þar sem ljóst er að verkinu verði ekki lokið í lok árs 2016 eins og núverandi áætlun segir til um. Til stóð að hefja afborganir af lánum ári eftir opnun ganganna. Valgeir segir að nú þurfi að ræða við lánardrottna vegna tafa á greiðslum. Samkvæmt Einari Hrafni Hjálmarssyni, staðarhaldara Ósafls sem fer með framkvæmd verksins, er gerð nýrrar verkáætlunar ekki komin langt. „Ný verkáætlun er í skoðun, við erum ekki búnir að setja niður fyrir okkur hvenær hún verður klár og engin mynd komin á hana eins og staðan er núna. Nú vinnum við í því í rólegheitum.“ Lánin eru með ríkisábyrgð en enn er gert ráð fyrir að takist að semja um greiðslufrest. „Við þurfum að endursemja við lánardrottna þar sem heppilegast er að gera framtíðargreiðsluáætlun eftir að göngin hafa verið opin í eitt ár, þannig að komin verði reynsla og við vitum hver umferð um þau verður,“ segir Valgeir. Heitt vatn Eyjafjarðarmegin hefur haft áhrif á framkvæmdina, en vatnið er 46 gráðu heitt og aðeins innar er það heitara, eða 59 gráður. „Við teljum að það fari ekki yfir sextíu gráður,“ segir Valgeir. Áður hefur verið glímt við heitt vatn í jarðgöngum hér á landi. Í Hvalfjarðargöngunum var rúmlega sextíu gráðu heitt vatn og um 75 gráður við Kárahnjúkavirkjun. „Við erum hættir að bora Eyjafjarðarmegin og höfum flutt okkur yfir í Fnjóskadal. Það er ekki vatnið sem veldur okkur vanda, heldur hitinn og rakinn.“ En allt þetta hægir á framkvæmdinni. „Þetta er öðruvísi en við ætluðum okkur og upphafleg áætlun stenst ekki.“ Til stóð að vinna á tveimur borvögnum, öðrum Eyjafjarðarmegin og hinum Fnjóskadalsmegin. En í ljósi aðstæðna Eyjafjarðarmegin hefur framkvæmdum þar verið hætt tímabundið og er einungis unnið við gangagröft frá Fnjóskadal. Verkkaupi hefur þrýst á verktakann, Ósafl, um að vinna að gangagreftri á báðum stöðum. „Í sumar fórum við aðeins að þrýsta á verktakann um að hefjast handa Fnjóskadalsmegin. Í raun hófust þeir handa þremur mánuðum seinna en áætlanir gerðu ráð fyrir.“ Nú er búið að vinna um fjörutíu prósent af verkinu og vegna alls hefur fallið á aukakostnaður. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir að innan tíðar verði verkáætlun Vaðlaheiðarganga endurskoðuð þar sem ljóst er að verkinu verði ekki lokið í lok árs 2016 eins og núverandi áætlun segir til um. Til stóð að hefja afborganir af lánum ári eftir opnun ganganna. Valgeir segir að nú þurfi að ræða við lánardrottna vegna tafa á greiðslum. Samkvæmt Einari Hrafni Hjálmarssyni, staðarhaldara Ósafls sem fer með framkvæmd verksins, er gerð nýrrar verkáætlunar ekki komin langt. „Ný verkáætlun er í skoðun, við erum ekki búnir að setja niður fyrir okkur hvenær hún verður klár og engin mynd komin á hana eins og staðan er núna. Nú vinnum við í því í rólegheitum.“ Lánin eru með ríkisábyrgð en enn er gert ráð fyrir að takist að semja um greiðslufrest. „Við þurfum að endursemja við lánardrottna þar sem heppilegast er að gera framtíðargreiðsluáætlun eftir að göngin hafa verið opin í eitt ár, þannig að komin verði reynsla og við vitum hver umferð um þau verður,“ segir Valgeir. Heitt vatn Eyjafjarðarmegin hefur haft áhrif á framkvæmdina, en vatnið er 46 gráðu heitt og aðeins innar er það heitara, eða 59 gráður. „Við teljum að það fari ekki yfir sextíu gráður,“ segir Valgeir. Áður hefur verið glímt við heitt vatn í jarðgöngum hér á landi. Í Hvalfjarðargöngunum var rúmlega sextíu gráðu heitt vatn og um 75 gráður við Kárahnjúkavirkjun. „Við erum hættir að bora Eyjafjarðarmegin og höfum flutt okkur yfir í Fnjóskadal. Það er ekki vatnið sem veldur okkur vanda, heldur hitinn og rakinn.“ En allt þetta hægir á framkvæmdinni. „Þetta er öðruvísi en við ætluðum okkur og upphafleg áætlun stenst ekki.“ Til stóð að vinna á tveimur borvögnum, öðrum Eyjafjarðarmegin og hinum Fnjóskadalsmegin. En í ljósi aðstæðna Eyjafjarðarmegin hefur framkvæmdum þar verið hætt tímabundið og er einungis unnið við gangagröft frá Fnjóskadal. Verkkaupi hefur þrýst á verktakann, Ósafl, um að vinna að gangagreftri á báðum stöðum. „Í sumar fórum við aðeins að þrýsta á verktakann um að hefjast handa Fnjóskadalsmegin. Í raun hófust þeir handa þremur mánuðum seinna en áætlanir gerðu ráð fyrir.“ Nú er búið að vinna um fjörutíu prósent af verkinu og vegna alls hefur fallið á aukakostnaður.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira