Innlent

Samnýting og sparnaður að leiðarljósi segir forstöðumaður Háholts

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Hinrik Már Jónsson og Ari Jóhann Sigurðsson forstöðumenn meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði.
Hinrik Már Jónsson og Ari Jóhann Sigurðsson forstöðumenn meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði. GVA
Annar forstöðumanna Háholts í Skagafirði segir nýtingahlutfall heimilisins vera 70 prósent það sem af er ári og að nýtings Háholts á starfstíma þess verið góð.



Að sögn Ara Jóhanns Sigurðssonar, annars tveggja forstöðumanna dró verulega úr umsóknum 2013. Á sama tíma hafi hafi verið dregið úr umfangi og fjárlög til heimilisins skert um 25 prósent.



Hann segir mikla hagkvæmni fólgna í að samnýta húsakost og mannafla á Háholti og reka þar saman hefðbundna meðferð og afplánun.



„Við megum ekki gleyma því að það er sama hvar svona heimili er staðsett, það kostar alltaf talsverða fjármuni. Ný stofnun, það er, nýtt hús og nýtt starfsfólk myndi einnig kosta. Hér er verið að byggja undir og styrkja það sem fyrir er með samnýtingu og sparnað að leiðarljósi,“ segir Ari Jóhann.



Að mati Ara Jóhanns hefur áunnist mikil reynsla og þekking í Háholti en hann bendir á að menntun starfsfólks sé breið.

„Hér vinna kennarar, áfengis- og vímuefnaráðgjafar, iðnaðarmenn og tamningamenn. Sálmeðferðarfræðingur starfar við heimilið auk þess sem Háholt hefur góðan aðgang að geðlæknum og öðrum sérhæfðum fagaðilum ef þörf er á.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×