Innlent

Ráðherra endurskoði lög um tæknifrjóvganir

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp um aukin stuðning ríkisins vegna tæknifrjóvgana.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp um aukin stuðning ríkisins vegna tæknifrjóvgana. Vilhelm
Frumvarp um aukinn stuðning ríkisins til tæknifrjóvgana gerir ráð fyrir að heilbrigðisráðherra endurskoði reglur um greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunnrmeðferða fyrir árslok.



Það er Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokkisins sem leggur frumvarpið fram.

Lagt er til að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunarmeðferðar og sé óháð því hvort viðkomandi eigi barn fyrir. Einnig að greiðslur sjúkratrygginga taki til ferðakostnaðar vegna meðferða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×