Ákærður vegna ebólunnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. október 2014 09:00 Thomas Eric Duncan á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa logið eiðsvarinn. vísir/afp Líberísk yfirvöld hafa í hyggju að sækja Thomas Eric Duncan til saka fyrir að hafa logið þegar hann fyllti út spurningarlista sem honum var gert að fylla út áður en hann yfirgaf Líberu. Duncan varð fyrstur til að greinast með ebólusýkingu í Bandaríkjunum og talið er að hann hafi smitast í Líberíu. Áður en hann steig um borð í flugvélina sem flytja átti hann til Dallas í Texas þar sem hann ætlaði að heimsækja fjölskyldu sína, þurfti hann að fylla út skjal sem fullt var af spurningum tengdum venjum hans og heilbrigði yfir þann tíma sem hann dvaldi í landinu. Í því var meðal annars spurt um hvort hann hefði verið í nálægð við ebólusmitaðan einstakling eða snert líkama einstaklings sem hefði látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Duncan svaraði þessari spurningu neitandi og setja yfirvöld spurningarmerki við trúverðugleika svarsins. Greint var frá mögulegri ákæru á hendur Duncans á vikulegum fundi sem haldinn er í höfuðborg Líberíu, Monróvíu, til að upplýsa stöðu mála í baráttunni við ebólusýkinguna.Isaac Jackson, aðstoðarupplýsingamálaráðherra Líberíu, fullyrti á fundinum að Duncan yrði ákærður fyrir að ljúga eiðsvarinn. Talið er að Duncan, sem starfar sem bílstjóri í Líberíu, hafi smitast þegar hann hjálpaði veikri barnshafandi konu inn í leigubíl fyrir skömmu. Duncan lenti í Dallas þann 20. september síðastliðinn og heimsótti þá fjölskyldu sína en veiktist svo nokkrum dögum síðar. Hann sótti sér læknisaðstoð í kjölfarið en var sendur aftur heim, þrátt fyrir að hafa sagst vera að koma frá Vestur-Afríku, þar sem sjúkdómurinn er einmitt hvað verstur. Það var þó ekki nema nokkrum dögum síðar sem Duncan leitaði læknis á ný og hafði heilsu hans hrakað mikið. A photos of the Ebolla virus is displayed on a television monitor during a hearing on the Ebola outbreak at the House Foreign Affairs subcommittee on Africa, Global Health, Global Human Rights, and International Organizations on Capitol Hill in Washington, Wednesday, Sept. 17, 2014. (AP Photo/Susan Walsh) ebólaSú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda í Texas að leyfa Duncan að fara heim í millitíðinni gæti hafa stofnað heilsu fjölda fólks í hættu. Í dag liggur Duncan hins vegar í einangrun á spítala og er heilsa hans mjög slæm. Heilbrigðisyfirvöld í Texas hafa haft eftirlit með hátt í hundrað manns sem hafa átt í samskiptum við Duncan að undanförnu. Fjórum ættingjum Duncans hefur verið skipað að halda sig heima og þá er talið að á milli tólf og átján manns hafi verið í snertingu við Duncan. Afar vel er fylgst með þessu fólki til að ganga úr skugga um mögulegt smit. Snemma árs 2014 fór að bera á ebólu í Vestur-Afríku. Fyrstu tilfellin greindust í Gíneu en veikin barst fljótlega til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fór hratt fjölgandi. Í dag eru smittilfellin komin yfir 7.000 í þessum þremur ríkjum. Í Vestur-Afríku hafa yfir 3.300 manns látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Flest dauðsföllin hafa þó orðið í Líberíu en þar hafa um 2.000 manns látið lífið. Ebóla Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Líberísk yfirvöld hafa í hyggju að sækja Thomas Eric Duncan til saka fyrir að hafa logið þegar hann fyllti út spurningarlista sem honum var gert að fylla út áður en hann yfirgaf Líberu. Duncan varð fyrstur til að greinast með ebólusýkingu í Bandaríkjunum og talið er að hann hafi smitast í Líberíu. Áður en hann steig um borð í flugvélina sem flytja átti hann til Dallas í Texas þar sem hann ætlaði að heimsækja fjölskyldu sína, þurfti hann að fylla út skjal sem fullt var af spurningum tengdum venjum hans og heilbrigði yfir þann tíma sem hann dvaldi í landinu. Í því var meðal annars spurt um hvort hann hefði verið í nálægð við ebólusmitaðan einstakling eða snert líkama einstaklings sem hefði látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Duncan svaraði þessari spurningu neitandi og setja yfirvöld spurningarmerki við trúverðugleika svarsins. Greint var frá mögulegri ákæru á hendur Duncans á vikulegum fundi sem haldinn er í höfuðborg Líberíu, Monróvíu, til að upplýsa stöðu mála í baráttunni við ebólusýkinguna.Isaac Jackson, aðstoðarupplýsingamálaráðherra Líberíu, fullyrti á fundinum að Duncan yrði ákærður fyrir að ljúga eiðsvarinn. Talið er að Duncan, sem starfar sem bílstjóri í Líberíu, hafi smitast þegar hann hjálpaði veikri barnshafandi konu inn í leigubíl fyrir skömmu. Duncan lenti í Dallas þann 20. september síðastliðinn og heimsótti þá fjölskyldu sína en veiktist svo nokkrum dögum síðar. Hann sótti sér læknisaðstoð í kjölfarið en var sendur aftur heim, þrátt fyrir að hafa sagst vera að koma frá Vestur-Afríku, þar sem sjúkdómurinn er einmitt hvað verstur. Það var þó ekki nema nokkrum dögum síðar sem Duncan leitaði læknis á ný og hafði heilsu hans hrakað mikið. A photos of the Ebolla virus is displayed on a television monitor during a hearing on the Ebola outbreak at the House Foreign Affairs subcommittee on Africa, Global Health, Global Human Rights, and International Organizations on Capitol Hill in Washington, Wednesday, Sept. 17, 2014. (AP Photo/Susan Walsh) ebólaSú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda í Texas að leyfa Duncan að fara heim í millitíðinni gæti hafa stofnað heilsu fjölda fólks í hættu. Í dag liggur Duncan hins vegar í einangrun á spítala og er heilsa hans mjög slæm. Heilbrigðisyfirvöld í Texas hafa haft eftirlit með hátt í hundrað manns sem hafa átt í samskiptum við Duncan að undanförnu. Fjórum ættingjum Duncans hefur verið skipað að halda sig heima og þá er talið að á milli tólf og átján manns hafi verið í snertingu við Duncan. Afar vel er fylgst með þessu fólki til að ganga úr skugga um mögulegt smit. Snemma árs 2014 fór að bera á ebólu í Vestur-Afríku. Fyrstu tilfellin greindust í Gíneu en veikin barst fljótlega til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fór hratt fjölgandi. Í dag eru smittilfellin komin yfir 7.000 í þessum þremur ríkjum. Í Vestur-Afríku hafa yfir 3.300 manns látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Flest dauðsföllin hafa þó orðið í Líberíu en þar hafa um 2.000 manns látið lífið.
Ebóla Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira