Spennuþrunginn dagur Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. september 2014 07:45 Sjálfstæðissinnar hafa verið í miklum ham undanfarna daga og vikur. fréttablaðið/AP Mikill áhugi er meðal Skota á kosningunum í dag um sjálfstæði landsins. Reikna má með því að kosningaþátttakan verði með mesta móti, en alls hafa 97 prósent kosningabærra manna skráð sig til þátttöku. Sitt sýnist samt hverjum og tilfinningarnar hafa magnast upp síðustu dagana. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Skotlands sjá fram á að draumurinn geti loksins ræst, en margir geta varla til þess hugsað að segja skilið við Bretland. „Ég vil ekki búa í landi þjóðernissinna,“ hefur AP-fréttastofan eftir Cathy Chance, sem starfar hjá bresku heilbrigðisþjónustunni í Edinborg. Hún segist staðráðin í að flytja burt fari svo að sjálfstæði verði samþykkt: „Ég held að veröldin þurfi ekki ein pólitísku landamærin til viðbótar.“ Roisin McLaren, háskólanemi í Edinborg, sem tekið hefur þátt í baráttu sjálfstæðissinna, segist í fyrsta sinn vera farin að trúa því að sjálfstæði geti orðið að veruleika.„Fjölskylda mín hefur lengi barist fyrir sjálfstæði en það hefur alltaf verið fjarlægur draumur,“ segir hún. „Það er ekki fyrr en núna á síðustu dögum sem þetta virðist mögulegt, innan seilingar. Ég get næstum því bragðað á því.“ Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið áberandi í baráttunni gegn sjálfstæði. Hann er skoskur sjálfur og hefur mætt á hvern baráttufundinn á fætur öðrum síðustu daga og vikur. „Þetta verður enginn aðskilnaður til reynslu,“ sagði hann á þriðjudaginn. „Þetta verður óhjákvæmilega subbulegur og dýr og dýrkeyptur og erfiður skilnaður.“ Alex Salmond, leiðtogi sjálfstæðissinna, er hins vegar í skýjunum þótt enginn geti fullyrt á hvorn veginn fari. Hann gagnrýnir bresku stjórnina fyrir að spila á síðustu stundu út loforði um að Skotar fái meira sjálfstæði, þótt þeir kjósi gegn sjálfstæði. „Þetta örvæntingarfulla tilboð um ekki neitt á síðustu stundu á ekki eftir að fá fólk í Skotlandi ofan af því að grípa þetta mikla tækifæri um að taka framtíð Skotlands í hendur Skotlands sjálfs,“ sagði hann á þriðjudaginn. Skoðanakannanir hjálpa ekkert við að draga úr óvissunni, því þær sýna enn að afar mjótt verði á mununum. Nei-hliðin hefur að vísu nokkurra prósenta forskot í flestum skoðanakönnunum, en munurinn er engan veginn nógu afgerandi. Úrslitin verða ekki ljós fyrr en líða tekur á næstu nótt, en óhætt er að segja að biðin eftir þeim verði spennu þrungin. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Mikill áhugi er meðal Skota á kosningunum í dag um sjálfstæði landsins. Reikna má með því að kosningaþátttakan verði með mesta móti, en alls hafa 97 prósent kosningabærra manna skráð sig til þátttöku. Sitt sýnist samt hverjum og tilfinningarnar hafa magnast upp síðustu dagana. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Skotlands sjá fram á að draumurinn geti loksins ræst, en margir geta varla til þess hugsað að segja skilið við Bretland. „Ég vil ekki búa í landi þjóðernissinna,“ hefur AP-fréttastofan eftir Cathy Chance, sem starfar hjá bresku heilbrigðisþjónustunni í Edinborg. Hún segist staðráðin í að flytja burt fari svo að sjálfstæði verði samþykkt: „Ég held að veröldin þurfi ekki ein pólitísku landamærin til viðbótar.“ Roisin McLaren, háskólanemi í Edinborg, sem tekið hefur þátt í baráttu sjálfstæðissinna, segist í fyrsta sinn vera farin að trúa því að sjálfstæði geti orðið að veruleika.„Fjölskylda mín hefur lengi barist fyrir sjálfstæði en það hefur alltaf verið fjarlægur draumur,“ segir hún. „Það er ekki fyrr en núna á síðustu dögum sem þetta virðist mögulegt, innan seilingar. Ég get næstum því bragðað á því.“ Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið áberandi í baráttunni gegn sjálfstæði. Hann er skoskur sjálfur og hefur mætt á hvern baráttufundinn á fætur öðrum síðustu daga og vikur. „Þetta verður enginn aðskilnaður til reynslu,“ sagði hann á þriðjudaginn. „Þetta verður óhjákvæmilega subbulegur og dýr og dýrkeyptur og erfiður skilnaður.“ Alex Salmond, leiðtogi sjálfstæðissinna, er hins vegar í skýjunum þótt enginn geti fullyrt á hvorn veginn fari. Hann gagnrýnir bresku stjórnina fyrir að spila á síðustu stundu út loforði um að Skotar fái meira sjálfstæði, þótt þeir kjósi gegn sjálfstæði. „Þetta örvæntingarfulla tilboð um ekki neitt á síðustu stundu á ekki eftir að fá fólk í Skotlandi ofan af því að grípa þetta mikla tækifæri um að taka framtíð Skotlands í hendur Skotlands sjálfs,“ sagði hann á þriðjudaginn. Skoðanakannanir hjálpa ekkert við að draga úr óvissunni, því þær sýna enn að afar mjótt verði á mununum. Nei-hliðin hefur að vísu nokkurra prósenta forskot í flestum skoðanakönnunum, en munurinn er engan veginn nógu afgerandi. Úrslitin verða ekki ljós fyrr en líða tekur á næstu nótt, en óhætt er að segja að biðin eftir þeim verði spennu þrungin.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira