„Ekki verið að gæta hagsmuna Ölfuss“ 3. september 2014 09:00 Ármann Einarsson, oddviti D-lista Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn vegna útboðs sem fram fór nýlega, en þar samdi sveitarfélagið við Gámaþjónustuna. Íslenska gámafélagið vill fá að sjá hvaða forsendur lágu að baki útboði Gámaþjónustunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur undir með Íslenska gámafélaginu og úrskurðaði að sveitarfélaginu væri skylt að afhenda Íslenska gámafélaginu gögnin. Enn neitar sveitarfélagið að afhenda gögnin og ætlar sér að fara með málið til dómstóla. Ármanni Einarssyni, fulltrúa D-listans í minnihluta, finnst afar skrítið hvernig meirihlutinn hefur haldið á þessu máli og vill fá formlegar umræður um málið í bæjarstjórn. „Þetta hefur ekki komið inn á okkar borð og mér þykir það mjög skrítin vinnubrögð. Þetta er eiginlega algjör della hvernig á málum er haldið,“ segir Ármann. Hann spyr sig hvaða hagsmuna sé verið að gæta með þessum vinnubrögðum. „Ég vil fá öll gögn upp á borðið. Úrskurðarnefnd hefur sagt bænum að sýna gögnin og þá á hann að sjá sóma sinn í að gera það. Það er alveg ljóst að það er ekki verið að gæta hagsmuna bæjarbúa.“ Anna Björg Níelsdóttir, formaður bæjarráðs, segir þetta mál ekki hafa komið inn á borð bæjarráðs en bæjarstjórn hafi verið upplýst um stöðu mála. Hún segir að bæjarráð hafi skoðað það hvort Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri hafi verið hæfur til að halda á málinu sökum þess að hann er tengdur starfsmönnum Gámaþjónustunnar fjölskylduböndum. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið að þessu sinni. Tengdar fréttir Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn Ölfus neitar að gefa Íslenska gámafélaginu gögn um útboð á sorpmálum. Gámaþjónustan bauð lægst og fékk verkið. Úrskurðarnefnd tekur undir með Íslenska gámafélaginu en sveitarfélagið ætlar að kæra þann úrskurð. 3. september 2014 06:45 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn vegna útboðs sem fram fór nýlega, en þar samdi sveitarfélagið við Gámaþjónustuna. Íslenska gámafélagið vill fá að sjá hvaða forsendur lágu að baki útboði Gámaþjónustunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur undir með Íslenska gámafélaginu og úrskurðaði að sveitarfélaginu væri skylt að afhenda Íslenska gámafélaginu gögnin. Enn neitar sveitarfélagið að afhenda gögnin og ætlar sér að fara með málið til dómstóla. Ármanni Einarssyni, fulltrúa D-listans í minnihluta, finnst afar skrítið hvernig meirihlutinn hefur haldið á þessu máli og vill fá formlegar umræður um málið í bæjarstjórn. „Þetta hefur ekki komið inn á okkar borð og mér þykir það mjög skrítin vinnubrögð. Þetta er eiginlega algjör della hvernig á málum er haldið,“ segir Ármann. Hann spyr sig hvaða hagsmuna sé verið að gæta með þessum vinnubrögðum. „Ég vil fá öll gögn upp á borðið. Úrskurðarnefnd hefur sagt bænum að sýna gögnin og þá á hann að sjá sóma sinn í að gera það. Það er alveg ljóst að það er ekki verið að gæta hagsmuna bæjarbúa.“ Anna Björg Níelsdóttir, formaður bæjarráðs, segir þetta mál ekki hafa komið inn á borð bæjarráðs en bæjarstjórn hafi verið upplýst um stöðu mála. Hún segir að bæjarráð hafi skoðað það hvort Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri hafi verið hæfur til að halda á málinu sökum þess að hann er tengdur starfsmönnum Gámaþjónustunnar fjölskylduböndum. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið að þessu sinni.
Tengdar fréttir Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn Ölfus neitar að gefa Íslenska gámafélaginu gögn um útboð á sorpmálum. Gámaþjónustan bauð lægst og fékk verkið. Úrskurðarnefnd tekur undir með Íslenska gámafélaginu en sveitarfélagið ætlar að kæra þann úrskurð. 3. september 2014 06:45 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn Ölfus neitar að gefa Íslenska gámafélaginu gögn um útboð á sorpmálum. Gámaþjónustan bauð lægst og fékk verkið. Úrskurðarnefnd tekur undir með Íslenska gámafélaginu en sveitarfélagið ætlar að kæra þann úrskurð. 3. september 2014 06:45