Sjálfstæðisflokkurinn yfir þrjátíu prósenta múrinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2014 07:00 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Flestir kjósendur, eða tæplega 31 prósent, myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þessar niðurstöður miðast aðeins við svör þeirra sem taka afstöðu til flokkanna. Samkvæmt sömu niðurstöðum er Samfylkingin næststærsti flokkurinn með 20 prósent fylgi, Björt framtíð kemur þar á eftir með 14,1 prósent. Framsóknarflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð eru álíka stór með tæp tólf prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Mjög margir eða 23 prósent sögðust vera óákveðnir, 15% sögðu að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu og 13 prósent kusu að svara ekki spurningunni. Þegar tekið er tillit óákveðinna eru einungis 15% sem segja að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 10% sem segja að þeir myndu kjósa Samfylkinguna, 6% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og VG en 5% myndu kjósa Pírata. „Ég er ánægður með þetta, en tek tölunum með ró. Ég held að fólk sé farið að finna fyrir stöðugleika og kaupmáttaraukningu,“ segir Bjarni Benediktsson.„Ég man bara ekki hvenær Sjálfstæðisflokkurinn mældist síðast yfir þrjátíu prósentum og það vekur athygli að flokkurinn bæti við sig eins og umræðan hefur verið. Varðandi stjórnarandstöðuflokkana þá er það þekkt að þeir missi fylgi meðan þingið starfar ekki, þar sem þeir eru þá ekki eins sýnilegir og annars. Í næsta mánuði reynir verulega á Framsóknarflokkinn. Nái þeir sér ekki á flug þegar skuldaleiðréttingarnar verða ljósar, gæti orðið erfitt fyrir þá að ná fylgi á ný,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þjóðarpúls Gallup, sem RÚV birti í gær, sýndi svipað fylgi og kemur fram í könnun Fréttablaðsins. Ítarlegri greining verður á skoðanakönnuninni í Fréttablaðinu á morgun. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.875 manns þar til náðist í 1200 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28 ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarshlutfall var 64,0% Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Flestir kjósendur, eða tæplega 31 prósent, myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þessar niðurstöður miðast aðeins við svör þeirra sem taka afstöðu til flokkanna. Samkvæmt sömu niðurstöðum er Samfylkingin næststærsti flokkurinn með 20 prósent fylgi, Björt framtíð kemur þar á eftir með 14,1 prósent. Framsóknarflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð eru álíka stór með tæp tólf prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Mjög margir eða 23 prósent sögðust vera óákveðnir, 15% sögðu að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu og 13 prósent kusu að svara ekki spurningunni. Þegar tekið er tillit óákveðinna eru einungis 15% sem segja að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 10% sem segja að þeir myndu kjósa Samfylkinguna, 6% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og VG en 5% myndu kjósa Pírata. „Ég er ánægður með þetta, en tek tölunum með ró. Ég held að fólk sé farið að finna fyrir stöðugleika og kaupmáttaraukningu,“ segir Bjarni Benediktsson.„Ég man bara ekki hvenær Sjálfstæðisflokkurinn mældist síðast yfir þrjátíu prósentum og það vekur athygli að flokkurinn bæti við sig eins og umræðan hefur verið. Varðandi stjórnarandstöðuflokkana þá er það þekkt að þeir missi fylgi meðan þingið starfar ekki, þar sem þeir eru þá ekki eins sýnilegir og annars. Í næsta mánuði reynir verulega á Framsóknarflokkinn. Nái þeir sér ekki á flug þegar skuldaleiðréttingarnar verða ljósar, gæti orðið erfitt fyrir þá að ná fylgi á ný,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þjóðarpúls Gallup, sem RÚV birti í gær, sýndi svipað fylgi og kemur fram í könnun Fréttablaðsins. Ítarlegri greining verður á skoðanakönnuninni í Fréttablaðinu á morgun. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.875 manns þar til náðist í 1200 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28 ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarshlutfall var 64,0% Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira