Japan Airlines hyggst fljúga sex ferðir frá borgunum Osaka og Tókýó til Keflavíkurflugvallar í ágúst og september. Fyrsta flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í gær með 220 farþega. Þetta er þriðja árið í röð sem flugfélagið flýgur beint til Íslands.
Japönskum ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu fóru 12.363 Japanir um Keflavíkurflugvöll árið 2013 sem eru nálægt tvöföldun frá árinu 2011.
Japan Airlines hyggur á beint flug til Íslands
ingvar haraldsson skrifar
