Erlent

Kínverskur andófsmaður tannlaus og tuttugu kílóum léttari eftir fangelsisvist

ingvar haraldsson skrifar
Geng He, eiginkona Gao Zhisheng, segir eiginmann sinn eftir fangelsisvistina.
Geng He, eiginkona Gao Zhisheng, segir eiginmann sinn eftir fangelsisvistina. nordicphotos/afp
Lögfræðingur kínverska andófsmannsins Gao Zhisheng segir skjólstæðing sinn illa haldinn eftir þriggja ára fangelsisdvöl. BBC greinir frá.

Gao var sleppt úr haldi í síðustu viku en hann hefur misst um tuttugu kíló og nokkrar tennur vegna vannæringar samkvæmt mannréttindasamtökunum Freedom Now. Daglegur matarskammtur Gao var kálhaus og ein brauðsneið.

Eiginkona Gao, Geng He, segir eiginmann sin eyðilagðan eftir fangelsisvistina. „Það eina sem ég óttaðist meira en að maðurinn minn væri myrtur var að honum yrði haldið á lífi meðan hann lyði stöðugar vítiskvalir,“ sagði Geng He. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×