Erlent

Óbærilegur hiti í Peking

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Í stað þess að standa í sólinni eða í heitri kompu stendur öryggisvörður í Peking í loftkældu glerbúri vegna þess mikla hita sem er í Kína þessa dagana.
Í stað þess að standa í sólinni eða í heitri kompu stendur öryggisvörður í Peking í loftkældu glerbúri vegna þess mikla hita sem er í Kína þessa dagana. Nordicphotos/afp
Oft verður hitinn nær óbærilegur í Peking í Kína yfir sumarið þar og fer stundum upp í fjörutíu gráður.

Undanfarin ár hafa hitabylgjur gengið reglulega yfir borgina og önnur héröð landsins, með þeim afleiðingum að fólk lætur lífið eða þarf að leggjast inn á spítala vegna hitans.

Þetta sumarið er engin undantekning í Peking en hitinn hefur farið allt upp í 37 stig. Peking er eins og gufuklefi og hefur fólki verið ráðlagt að halda sig innandyra. Þeir sem þurfa að mæta í vinnu reyna að kæla sig niður eins og öryggisvörðurinn á myndinni sem stendur í loftkældu glerbúri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×