Erlent

Uppsagnir og verkföll herja á

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Verkamaður stendur við hjólbarða, sem kveikt hefur verið í fyrir utan höfuðstðvar RR Donelly í Buenos Aires.
Verkamaður stendur við hjólbarða, sem kveikt hefur verið í fyrir utan höfuðstðvar RR Donelly í Buenos Aires. Vísir/AP
Bandaríska stórfyrirtækið RR Donnelly, sem er á lista yfir 500 stærstu fyrirtæki heims, hefur lokað verksmiðju sinni í Argentínu og sagt upp 400 manns.

Þetta fengu verkamenn fyrirtækisins skyndilega að vita í gær, þegar þeir mættu til vinnu. Engar skýringar voru gefnar aðrar en þær að efnahagsvandinn sé orðinn óviðráðanlegur.

Þá eru þúsundir flugfarþega strandaglópar í höfuðborginni Buenos Aires vegna verkfalls flugmanna, sem krefjast 35 prósenta launahækkunar.

Greiðsluþrot argentínska ríkissjóðsins nýverið hefur ekki bætt úr skák.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×