Erlent

39 fórust í flugslysi í Íran

Bjarki Ármannsson skrifar
Íbúar í Teheran fylgjast með þegar brak vélarinnar er fjarlægt.
Íbúar í Teheran fylgjast með þegar brak vélarinnar er fjarlægt. Nordicphotos/AFP
Írönsk farþegaflugvél brotlenti stuttu eftir flugtak í höfuðborginni Teheran í gær með þeim afleiðingum að 39 manns fórust. Tíu farþegar lifðu slysið af.

Hassan Rúhaní, forseti Írans, hefur vottað aðstandendum þeirra látnu virðingu sína og fyrirskipað rannsókn á slysinu.

AP greinir frá því að vélin var smíðuð í Íran eftir tiltölulega lítið notaðri úkraínskri hönnun. Öryggi í íranska flugiðnaðnum hefur oft verið gagnrýnt, sérstaklega í kjölfar alþjóðlegra viðskiptaþvingana gegn landinu. Ekki hefur enn verið upplýst hvað olli slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×