Innlent

Bjargað úr 70 ára gömlu flaki

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Búnaður ferjaður Þrjár þyrlur voru við störf í vikunni. Myndin er tekin úr þyrslu gæslunnar, TF-LIF.
Búnaður ferjaður Þrjár þyrlur voru við störf í vikunni. Myndin er tekin úr þyrslu gæslunnar, TF-LIF. Mynd/Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan heldur í sumar áfram sérverkefni sem felst í aðstoð við að bjarga líkamsleifum áhafnar bandarískrar björgunarflugvélar sem fórst fyrir 70 árum á Grænlandsjökli.

Um er að ræða Grumman J2F Duck sjóflugvél, en flak hennar fannst árið 2012.

„Til viðbótar við þyrlu Landhelgisgæslunnar eru notuð skip og grænlenskar þyrlur en að verkefninu standa bandaríkjaher, bandaríska strandgæslan og skyldar stofnanir,“ segir á vef Gæslunnar.

„Fjögurra manna áhöfn fylgir þyrlunni en gert er ráð fyrir að farnar verði fimm stuttar ferðir á TF-LÍF eða TF-SYN.“

Verkefni Landhelgisgæslunnar eru sögð felast í að flytja mannskap og búnað milli Kulusuk og staðarins þar sem flak flugvélarinnar er staðsett, í um 50 mínútna fjarlægð eða um 100 mílur sunnan við Kulusuk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×