Sprautunálar verði enn aðgengilegri Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júlí 2014 09:00 Þórarinn Tyrfingsson segir að enn frekar megi auka aðgengi að sprautunálum. fréttablaðið/Anton Brink. Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs á Vogi, segir að á Íslandi sé ágætiskerfi fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga í samanburði við aðrar þjóðir. Það séu aftur á móti augljósir ágallar sem þurfi að laga. Þórarinn er einn þeirra sem eiga sæti í nefnd heilbrigðisráðherra um aukin réttindi vímuefnasjúklinga. Fréttablaðið greindi frá skipun nefndarinnar í gær. „Það eru ekki réttar áherslur í því hvernig er verið að eyða peningunum. Við erum að eyða miklum peningum í að halda fólki, sem hefur brotið vímuefnalöggjöfina, í langri fangelsisvist. Og eyða miklum peningum í rannsókn og refsingu í þeim málum, sem gefur ekki mikinn árangur þegar á heildina er litið. Við mættum verja þessum peningum á annan og skynsamlegri hátt,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að mikill munur sé á því að hafa hlutina löglega og hafa þá refsiverða. „Við höfum nú lengi talað um að það ætti ekki að vera brot á hegningarlögum þegar menn væru að nota fíkniefni,“ segir hann. Þórarinn segir að það þurfi líka miklu meira fjármagn í skaðaminnkunaraðgerðir. „Stærsta og mesta skaðaminnkunarmeðferðin er viðhaldsmeðferð við ópíumfíkn sprautufíkla. Það þarf að fjármagna það. Það er mesta skaðaminnkunin og skiptir mestu. Síðan þurfum við að leggja meiri áherslu á að skima fyrir fylgikvillum hjá þeim sem eru í neyslu,“ segir hann. Þá bendir Þórarinn á að það þurfi að vera gott aðgengi að sprautubúnaði fyrir sprautusjúklinga. „Þá eru það nú tvær leiðir. Aðalleiðin, sem flestar þjóðir sem standa sig vel hafa farið, er að vera með aðgengi í gegnum lyfsölur eða almennar verslanir þar sem fólk getur bara labbað inn og náð í þennan búnað endurgjaldslítið eða endurgjaldslaust. Við höfum staðið okkur vel í þessu en þurfum að gera enn betur. Síðan að þetta sé aðgengilegt á þeim stöðum þar sem neyslan fer fram,“ segir hann. Þórarinn segir að þegar hugað sé að vímuefnasjúklingum sé of mikil áhersla lögð á útigangsfólk. Það sé alls ekki þannig að allir útigangsmenn séu á útigangi vegna vímuefnasjúkdóma, heldur oft vegna annarra heilasjúkdóma. „Og það þarf að líta til þess að vímuefnafíklar eru oft inni á heimilum og eru að ala upp börn. Þá kemur að réttindum barnanna til góðra uppeldisaðstæðna. Við megum gera miklu betur þarna og bjóða miklu betri fjölskylduþjónustu og vernd,“ segir Þórarinn. Hann segist hafa fylgst vel með því hvernig staða og stefna annarra þjóða í vímuefnamálum sé. Aðstæður séu einna bestar á Norðurlöndum, en einna verstar á flutningsleiðum frá framleiðendum til Evrópu. Til dæmis í Mið-Ameríku, Mexíkó og Afríku. Víða leggi menn áherslu á að draga úr refsistefnunni. „Því þekkingin og niðurstöður vísindarannsókna á því hvað virkar og hvað ekki hefur leitt til þess að menn eru sammála um það hvernig á að takast á við vandann og þess vegna er nú hávær þessi umræða um að harðar refsingar skili ekki miklum árangri.“ Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs á Vogi, segir að á Íslandi sé ágætiskerfi fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga í samanburði við aðrar þjóðir. Það séu aftur á móti augljósir ágallar sem þurfi að laga. Þórarinn er einn þeirra sem eiga sæti í nefnd heilbrigðisráðherra um aukin réttindi vímuefnasjúklinga. Fréttablaðið greindi frá skipun nefndarinnar í gær. „Það eru ekki réttar áherslur í því hvernig er verið að eyða peningunum. Við erum að eyða miklum peningum í að halda fólki, sem hefur brotið vímuefnalöggjöfina, í langri fangelsisvist. Og eyða miklum peningum í rannsókn og refsingu í þeim málum, sem gefur ekki mikinn árangur þegar á heildina er litið. Við mættum verja þessum peningum á annan og skynsamlegri hátt,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að mikill munur sé á því að hafa hlutina löglega og hafa þá refsiverða. „Við höfum nú lengi talað um að það ætti ekki að vera brot á hegningarlögum þegar menn væru að nota fíkniefni,“ segir hann. Þórarinn segir að það þurfi líka miklu meira fjármagn í skaðaminnkunaraðgerðir. „Stærsta og mesta skaðaminnkunarmeðferðin er viðhaldsmeðferð við ópíumfíkn sprautufíkla. Það þarf að fjármagna það. Það er mesta skaðaminnkunin og skiptir mestu. Síðan þurfum við að leggja meiri áherslu á að skima fyrir fylgikvillum hjá þeim sem eru í neyslu,“ segir hann. Þá bendir Þórarinn á að það þurfi að vera gott aðgengi að sprautubúnaði fyrir sprautusjúklinga. „Þá eru það nú tvær leiðir. Aðalleiðin, sem flestar þjóðir sem standa sig vel hafa farið, er að vera með aðgengi í gegnum lyfsölur eða almennar verslanir þar sem fólk getur bara labbað inn og náð í þennan búnað endurgjaldslítið eða endurgjaldslaust. Við höfum staðið okkur vel í þessu en þurfum að gera enn betur. Síðan að þetta sé aðgengilegt á þeim stöðum þar sem neyslan fer fram,“ segir hann. Þórarinn segir að þegar hugað sé að vímuefnasjúklingum sé of mikil áhersla lögð á útigangsfólk. Það sé alls ekki þannig að allir útigangsmenn séu á útigangi vegna vímuefnasjúkdóma, heldur oft vegna annarra heilasjúkdóma. „Og það þarf að líta til þess að vímuefnafíklar eru oft inni á heimilum og eru að ala upp börn. Þá kemur að réttindum barnanna til góðra uppeldisaðstæðna. Við megum gera miklu betur þarna og bjóða miklu betri fjölskylduþjónustu og vernd,“ segir Þórarinn. Hann segist hafa fylgst vel með því hvernig staða og stefna annarra þjóða í vímuefnamálum sé. Aðstæður séu einna bestar á Norðurlöndum, en einna verstar á flutningsleiðum frá framleiðendum til Evrópu. Til dæmis í Mið-Ameríku, Mexíkó og Afríku. Víða leggi menn áherslu á að draga úr refsistefnunni. „Því þekkingin og niðurstöður vísindarannsókna á því hvað virkar og hvað ekki hefur leitt til þess að menn eru sammála um það hvernig á að takast á við vandann og þess vegna er nú hávær þessi umræða um að harðar refsingar skili ekki miklum árangri.“
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira