Innlent

746.000 krónur í laun frá Fjarðabyggð án auglýsingar

Sveinn Arnarsson skrifar
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir var bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, nú verður hún verkefnastjóri atvinnumála
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir var bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, nú verður hún verkefnastjóri atvinnumála Fréttablaðið/GVA
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð á síðasta kjörtímabili, hefur verið ráðin verkefnastjóri atvinnumála í Fjarðabyggð. Laun hennar sem verkefnastjóra nema, með yfirvinnu innifalinni, 746.097 krónum á mánuði. Auk þess er henni lagður til farsími og internettenging. Staðan var ekki auglýst laus til umsóknar heldur gengið til samninga við Ástu.

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir það almenna reglu að störf séu auglýst en þó séu undantekningar á því.

„Almenna reglan er sú að við auglýsum öll störf, en stundum getur það verið þannig að við erum að vinna í afmörkuðum verkefnum sem þarfnast ákveðinnar sérfræðiþekkingar og reynslu. Í þessu máli erum við fyrst og fremst að hugsa um þekkingu og reynslu Ástu á málaflokknum,“ segir hann.

Um hvort óeðlilegt væri að fyrrverandi bæjarfulltrúi og samstarfsfélagi meirihlutans hafi fengið starfið án auglýsingar segir Páll Björgvin: „Við eigum fyrst og fremst að horfa til þess sem fólk hefur fram að færa til að sinna þeim verkefnum sem þarf að vinna, en ekki að fólk gjaldi þess með einhverju móti í umræðunni að vera fyrrverandi bæjarfulltrúar“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×