Innlent

Lögreglustjórar á námskeið um jafnréttismál

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Efri röð frá vinstri: Aðstoðaryfirlögregluþjónarnir Ásgeir Þór Ásgeirsson, Margeir Sveinsson, Kristján Ólafur Guðnason, Árni Þór Sigmundsson, Jóhann Karl Þórisson og Ómar Smári Ármannsson. Neðri röð frá vinstri: Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri og Egill Bjarnason yfirlögregluþjónn.
Efri röð frá vinstri: Aðstoðaryfirlögregluþjónarnir Ásgeir Þór Ásgeirsson, Margeir Sveinsson, Kristján Ólafur Guðnason, Árni Þór Sigmundsson, Jóhann Karl Þórisson og Ómar Smári Ármannsson. Neðri röð frá vinstri: Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri og Egill Bjarnason yfirlögregluþjónn.
„Embætti ríkislögreglustjóra stefnir að því boða alla lögreglustjóra landsins á námskeið um fagleg vinnubrögð og gagnsæi við skipanir, setningar og ráðningar í lögregluna,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, jafnréttisfulltrúi hjá embættinu, og bætir við að á námskeiðinu verði sérstök áhersla lögð á jafnréttis- og kynjasjónarmið.

Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í júní eru það embætti lögreglustjóra á hverjum stað sem ráða fólk til starfa í lögreglunni.

Hjá embætti ríkislögreglustjóra er búið að vinna áætlun um hvernig hægt sé að bæta hlut kvenna innan lögreglunnar.

Finnborg segir að einnig verði lögð áhersla á að bæta hag kvenna í neðri stöðum lögreglunnar.

„Við leggjum áherslu á að það verði staðið faglega að ráðningum í stöður staðgengla, afleysingastöður og tímabundnar ráðningar,“ segir hún og tekur sem dæmi að kona sem sé búin að leysa af sem varðstjóri í tvo mánuði eigi meiri möguleika á slíkri stöðu þegar hún sé auglýst til frambúðar.


Tengdar fréttir

Þrír nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar

Ásgeir Þór Ásgeirsson, Jóhann Karl Þórisson og Margeir Sveinsson eru nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en setning þeirra í embætti er til eins árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×