Erlent

Háttsettur hershöfðingi rekinn

Brjánn Jónasson skrifar
Xu Caihou var háttsettur hershöfðingi og áhrifamikill innan kommúnistaflokksins í Kína.
Xu Caihou var háttsettur hershöfðingi og áhrifamikill innan kommúnistaflokksins í Kína. Fréttablaðið/AP
Háttsettur hershöfðingi í kínverska alþýðuhernum hefur verið rekinn úr kommúnistaflokki landsins og verður væntanlega sóttur til saka fyrir að þiggja mútur. Þrír aðrir hátt settir meðlimir flokksins hafa einnig verið reknir úr flokknum.

Xu Caihou, fyrrverandi varaformaður hernaðarráðs Kommúnistaflokksins, sem stýrir her landsins, er sakaður um að hafa þegið peninga og eignir í mútur. Í skiptum fyrir þær er hann sagður hafa veitt stöðuhækkanir og aðra greiða.

Xi Jinping, forseti Kína, hét því þegar hann komst til valda árið 2012 að berjast gegn spillingu innan stjórnkerfisins.

Xi er þó sagður nota spillingarákærur í valdatafli við meðlimi Kommúnistaflokksins sem eru hallir undir Zhou Yongang, sem hefur mikil áhrif innan flokksins þó hann sé formlega sestur í helgan stein. Orðrómur er uppi um að Zhou sé í varðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×