Erlent

Var fleygt fyrir svanga hunda

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Forsíða dagblaðs í S-Kóreu sem greindi frá dauða Song-thaek í desember.
Forsíða dagblaðs í S-Kóreu sem greindi frá dauða Song-thaek í desember. mynd/getty
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður hafa látið svanga hunda éta Jang Song-thaek, eiginmann föðursystur sinnar.

Kínverska dagblaðið Wen Wei Po greinir frá málinu og fullyrðir að Song-thaek hafi ásamt fimm öðrum verið látinn afklæðast og hent inn í búr þar sem 120 hundar sem höfðu verið sveltir í þrjá daga réðust á mennina.

Kim Jong-un og 300 samstarfsmenn hans eru sagðir hafa fylgst með hundunum éta mennina í meira en klukkustund. Einræðisherrann hafði sakað Song-thaek, sem eitt sinn var annar valdamesti maður landsins, um spillingu og landráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×