Erlent

Þögul mótmæli fyrir utan höfuðstöðvar BBC í London

Ingvar Haraldsson skrifar
Blaðamennirnir sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar BBC í London mótmæltu því sem þeir telja aðför að tjáningarfrelsi í Egyptalandi.
Blaðamennirnir sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar BBC í London mótmæltu því sem þeir telja aðför að tjáningarfrelsi í Egyptalandi. vísir/ap
Nokkur hundruð blaðamenn komu saman fyrir utan höfuðstöðvar BBC í London í þöglum mótmæltum vegna dóms yfir þremur blaðamönnum Al-Jazeera í Egyptalandi. BBC greinir frá.

Blaðamennirnir voru dæmdir í sjö og tíu ára fangelsi af egypskum dómstólum fyrir að dreifa lygum og styðja Múslimska bræðralagið en samtökin eru bönnuð með lögum í Egyptalandi.

Blaðamennirnir sem komu saman fyrir utan BBC segja dóminn hneyksli og að sleppa eigi mönnunum úr haldi tafarlaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×