Erlent

Hollenskir minkar leyfðir

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Minkafjölskylda hrúgast saman í holu eftir að hafa verið sleppt frá bóndabýli.
Minkafjölskylda hrúgast saman í holu eftir að hafa verið sleppt frá bóndabýli. Vísir/AFP
Banni sem hollenska þingið setti við framleiðslu og sölu minkaskinna var aflétt á grundvelli mannréttindabrota.

Undir lok ársins 2012 kaus hollenska þingið um löggjöf sem gerði minkaskinnaframleiðslu óheimila á þeim forsendum að varan sé ómannúðleg lúxusvara sem sé með öllu óþörf.

Í úrskurði dómsvalds í Haag segir að löggjöfin brjóti á mannréttindum minkabændanna, og að hvort menn framleiði minkafeldi eður ei sé algjörlega undir þeim sjálfum komið.

Minkabændur í Hollandi fagna dómsúrskurðinum, eins og búast mætti við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×