Erlent

Greinir á um öfgarnar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Marine og Jean-Marie Le Pen.
Marine og Jean-Marie Le Pen. Vísir/AP
Jean-Marie Le Pen, hinn aldni stofnandi Þjóðarfylkingarinnar í Frakklandi, segir það jaðra við svik að dóttir sín saki sig um að hafa gert pólitísk mistök.

Dóttirin Marine, sem nú er leiðtogi flokksins, segir föður sinn hafa gengið of langt í öfgum þegar hann hótaði andstæðingum flokksins að stinga þeim í gasofn.

Flokkur þeirra hefur gert út á útlendingahræðslu og vann mikinn sigur í kosningum til Evrópuþingsins nýverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×