Alltaf verið draumurinn að komast í landsliðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. maí 2014 06:00 Hörður Björgvin Magnússon í baráttunni í leik með Spezia í B-deildinni á Ítalíu. vísir/Getty Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Spezia spila úrslitaleik í umspili um sæti í Serie A í kvöld. Þetta er fyrsta tímabil Harðar hjá Spezia, eftir að hafa verið í varaliði stórveldisins Juventus undanfarin ár, og líður honum vel hjá nýja liðinu. „Mér hefur liðið vel hér, það tóku allir vel á móti mér þegar ég kom en það gekk illa að fá að spila í byrjun. Þjálfarinn sem fékk mig til liðsins var rekinn og sá sem tók við, fyrrverandi þjálfari U-21 landsliðs Ítala, hafði sínar áherslur. Hann fékk til sín marga leikmenn úr unglingalandsliðunum sem hann þekkti vel og ég datt úr liðinu, hann fékk til sín mann í mína stöðu. Sá leikmaður meiddist um daginn og fyrir vikið hef ég fengið að spila mikið undanfarnar vikur,“ segir Hörður við Fréttablaðið.Mikill munur á liðunum Hörður lék fyrsta leik sinn í meistaraflokki með Fram aðeins sextán ára gamall og gekk til liðs við Juventus einu og hálfu ári síðar. Hörður lék með varaliði Juventus í tvö ár áður en hann gekk til liðs við Spezia fyrir tímabilið með sameiginlegum eignarhaldssamningi. Í því felst að liðin eiga sinn helminginn hvort í leikmanninum og semja þau um verð að loknu tímabili. Komist liðin ekki að samkomulagi setja bæði liðin upphæð í umslag og hærri upphæðin vinnur. „Það er auðvitað mikill stigsmunur á milli þessara liða. Að fara úr Fram í varalið Juventus og síðan hingað til Spezia. Hjá Juventus voru sterkari og teknískari leikmenn en ég hafði vanist og ég þurfti að aðlagast því. Síðan kemur upp sú staða að Juventus vildi að ég færi á lán til að fá meiri reynslu og Spezia var í góðu sambandi við Juventus sem leiddi til þess að þrír leikmenn fóru til Spezia. Nú er verið að leggja niður sameiginlega eignarhaldskerfið sem þekkist á Ítalíu og þá þurfa félögin að ræða saman hvert framhaldið hjá mér verður. Þetta gæti endað í umslögunum. Þetta kerfi er ákveðið öryggi fyrir mig, ég er með eitt stærsta og sigursælasta lið Ítalíu á bak við mig í þessu,“ segir Hörður.Stoltur af kallinu Hörður var valinn í landsliðið fyrir æfingarleik gegn Eistlandi í næstu viku en hann hefur leikið með U21 árs liði Íslands undanfarin ár. „Það hefur alltaf verið draumur minn að komast í A-landsliðið, ég hef beðið lengi eftir þessu tækifæri. Ég hef verið að spila vel, bæði með U-21 og með Spezia, en þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég þarf að sanna mig rétt eins og hver annar í liðinu og vonandi, ef ég fæ tækifærið, get ég reynt að sýna hvað ég hef fram að færa fyrir liðið,“ segir Hörður. Hann heyrði í Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara á dögunum en hann hefur ekki rætt við Lars Lagerbäck. „Ég hef lítið heyrt í þeim. Heimir hringdi í mig um daginn til að tilkynna mér þetta og hann sagði mér að þeir hefðu verið að fylgjast með mér. Lars sá leikinn gegn Bari um daginn og var ánægður með það sem hann sá. Heimir sagði mér að ef við færum í úrslitakeppnina myndu þeir reyna að skoða mig seinna. Það er mjög gott að heyra að ég sé ennþá í myndinni ef ég kemst ekki í þetta skiptið og að þeir vilji sjá mig spila og hafi trú á mér. Maður vonar bara það besta,“ segir Hörður. Þrátt fyrir að vera miðvörður að upplagi hefur Hörður leyst stöðu vinstri bakvarðar með góðu gengi í verkefnum U-21 árs landsliðs Íslands. „Ég er miðvörður að upplagi en ég hef og get spilað vinstri bakvörð. Ég spila bara þá stöðu sem þeir setja mig í og reyni að standa mig sem best þar.“Óvissa um þátttöku Hörður var valinn í landsliðshópinn gegn Eistum en ekki er á hreinu hvort hann getur tekið þátt í leiknum. Vinni Spezia, félagslið hans, lokaleik deildarkeppninnar í kvöld gegn Latina eru Hörður og félagar á leiðinni í umspil um sæti í Serie A á sama tíma. „Þetta er jákvæður hausverkur og allt telur. Báðir möguleikar hafa sína kosti og sína galla. Við verðum bara að gera okkar besta og sjá hver niðurstaðan verður. Ef leikurinn tapast verður það góð sárabót að komast til Íslands og fá að taka þátt í landsliðsverkefninu,“ segir Hörður. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Spezia spila úrslitaleik í umspili um sæti í Serie A í kvöld. Þetta er fyrsta tímabil Harðar hjá Spezia, eftir að hafa verið í varaliði stórveldisins Juventus undanfarin ár, og líður honum vel hjá nýja liðinu. „Mér hefur liðið vel hér, það tóku allir vel á móti mér þegar ég kom en það gekk illa að fá að spila í byrjun. Þjálfarinn sem fékk mig til liðsins var rekinn og sá sem tók við, fyrrverandi þjálfari U-21 landsliðs Ítala, hafði sínar áherslur. Hann fékk til sín marga leikmenn úr unglingalandsliðunum sem hann þekkti vel og ég datt úr liðinu, hann fékk til sín mann í mína stöðu. Sá leikmaður meiddist um daginn og fyrir vikið hef ég fengið að spila mikið undanfarnar vikur,“ segir Hörður við Fréttablaðið.Mikill munur á liðunum Hörður lék fyrsta leik sinn í meistaraflokki með Fram aðeins sextán ára gamall og gekk til liðs við Juventus einu og hálfu ári síðar. Hörður lék með varaliði Juventus í tvö ár áður en hann gekk til liðs við Spezia fyrir tímabilið með sameiginlegum eignarhaldssamningi. Í því felst að liðin eiga sinn helminginn hvort í leikmanninum og semja þau um verð að loknu tímabili. Komist liðin ekki að samkomulagi setja bæði liðin upphæð í umslag og hærri upphæðin vinnur. „Það er auðvitað mikill stigsmunur á milli þessara liða. Að fara úr Fram í varalið Juventus og síðan hingað til Spezia. Hjá Juventus voru sterkari og teknískari leikmenn en ég hafði vanist og ég þurfti að aðlagast því. Síðan kemur upp sú staða að Juventus vildi að ég færi á lán til að fá meiri reynslu og Spezia var í góðu sambandi við Juventus sem leiddi til þess að þrír leikmenn fóru til Spezia. Nú er verið að leggja niður sameiginlega eignarhaldskerfið sem þekkist á Ítalíu og þá þurfa félögin að ræða saman hvert framhaldið hjá mér verður. Þetta gæti endað í umslögunum. Þetta kerfi er ákveðið öryggi fyrir mig, ég er með eitt stærsta og sigursælasta lið Ítalíu á bak við mig í þessu,“ segir Hörður.Stoltur af kallinu Hörður var valinn í landsliðið fyrir æfingarleik gegn Eistlandi í næstu viku en hann hefur leikið með U21 árs liði Íslands undanfarin ár. „Það hefur alltaf verið draumur minn að komast í A-landsliðið, ég hef beðið lengi eftir þessu tækifæri. Ég hef verið að spila vel, bæði með U-21 og með Spezia, en þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég þarf að sanna mig rétt eins og hver annar í liðinu og vonandi, ef ég fæ tækifærið, get ég reynt að sýna hvað ég hef fram að færa fyrir liðið,“ segir Hörður. Hann heyrði í Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara á dögunum en hann hefur ekki rætt við Lars Lagerbäck. „Ég hef lítið heyrt í þeim. Heimir hringdi í mig um daginn til að tilkynna mér þetta og hann sagði mér að þeir hefðu verið að fylgjast með mér. Lars sá leikinn gegn Bari um daginn og var ánægður með það sem hann sá. Heimir sagði mér að ef við færum í úrslitakeppnina myndu þeir reyna að skoða mig seinna. Það er mjög gott að heyra að ég sé ennþá í myndinni ef ég kemst ekki í þetta skiptið og að þeir vilji sjá mig spila og hafi trú á mér. Maður vonar bara það besta,“ segir Hörður. Þrátt fyrir að vera miðvörður að upplagi hefur Hörður leyst stöðu vinstri bakvarðar með góðu gengi í verkefnum U-21 árs landsliðs Íslands. „Ég er miðvörður að upplagi en ég hef og get spilað vinstri bakvörð. Ég spila bara þá stöðu sem þeir setja mig í og reyni að standa mig sem best þar.“Óvissa um þátttöku Hörður var valinn í landsliðshópinn gegn Eistum en ekki er á hreinu hvort hann getur tekið þátt í leiknum. Vinni Spezia, félagslið hans, lokaleik deildarkeppninnar í kvöld gegn Latina eru Hörður og félagar á leiðinni í umspil um sæti í Serie A á sama tíma. „Þetta er jákvæður hausverkur og allt telur. Báðir möguleikar hafa sína kosti og sína galla. Við verðum bara að gera okkar besta og sjá hver niðurstaðan verður. Ef leikurinn tapast verður það góð sárabót að komast til Íslands og fá að taka þátt í landsliðsverkefninu,“ segir Hörður.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira