Innlent

Fiskeldislögum breytt

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Fleiri rannsóknir verða gerðar á umhverfi fiskeldis
Fleiri rannsóknir verða gerðar á umhverfi fiskeldis vísir/gva
Umsóknarferli vegna starfs- og rekstrarleyfa fiskeldisfyrirtækja hefur verið einfaldað og auknar kröfur gerðar til rannsókna á umhverfi fiskeldis. Þessar breytingar voru gerðar á fiskeldislögum í síðustu viku.

Fyrirtæki í sjókvíaeldi munu greiða árgjald í umhverfissjóð sem kostar meðal annars rannsóknir vegna burðarþolsmats. 

„Rannsóknir á burðarþoli fjarða eru nú afar brýnt verkefni vegna vaxtar í fiskeldi og hefur skortur á rannsóknum haft hamlandi áhrif á greinina,“ segir Guðbergur Rúnarsson hjá Landssambandi fiskeldisstöðva. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×