Innlent

Aukin þjónusta við fatlað fólk

Freyr Bjarnason skrifar
Reynir Jónsson, Ármann Kr. Ólafsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Jón Gnarr, Gunnar Einarsson, Haraldur Sverrisson og Ásgerður Halldórsdóttir, við undirritunina.
Reynir Jónsson, Ármann Kr. Ólafsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Jón Gnarr, Gunnar Einarsson, Haraldur Sverrisson og Ásgerður Halldórsdóttir, við undirritunina.
Strætó bs. hefur gert samning við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um umsjón með Ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

Þjónusta við fatlað fólk verður aukin frá áramótum, fyrst og fremst vegna hærri gæðakrafna varðandi bíla og búnað þeirra og styttri fyrirvara á pöntun. Akstur verður í boði á sama tíma og þjónusta strætisvagna en panta þarf ferðir með tveggja tíma fyrirvara.

„Við erum hæstánægð með þennan samning,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., í tilkynningu. „Með honum verður þjónustan við þennan hóp stóraukin og verður tengdari okkar starfsemi.“

Smári Ólafsson, rekstrarstjóri ferðaþjónustu fatlaðs fólks, segir að nýr tölvubúnaður verði tekinn í gagnið fyrir þjónustuna sem geri notendum auðveldara að panta sér ferðir. „Með því getum við skipulagt ferðirnar betur og það næst betri nýting á bílana,“ segir hann. Kópavogsbær verður ekki aðili að samningnum fyrst um sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×