Erlent

Líkt við stálhnefa í flauelshanska

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Hidalgo fagnar sigri á sunnudag.
Hidalgo fagnar sigri á sunnudag. Nordicphotos/AFP
Anne Hidalgo var kosin borgarstjóri Parísar á sunnudag fyrst kvenna.

Hidalgo tekur við af Bertrand Delanoë, sem hefur verið við stjórnvölinn í 12 ár. Hidalgo er fulltrúi Sósíalistaflokksins, en helsti keppinautur hennar var Nathalie Kosciusko-Morizet, frambjóðandi Íhaldsflokksins.

Hlaut Hidalgo 54,5 prósent atkvæða en Kosciusko-Morizet 45,5 prósent atkvæða. Vinir og vandamenn lýsa henni sem heiðarlegri, alvarlegri og hógværri. Samstarfsmenn hennar segja hana ákveðna og harðgerða undir niðri, og líkja henni við stálhnefa klæddan í flauelshanska.

Hidalgo lofaði miklum fjárfestingum borgarinnar í húsnæði, samgöngum og grænum svæðum innan borgarinnar, með það að markmiði að stöðva brottflutning verkafólks og millistéttarfólks. Áætlar hún að byggja 10 þúsund félagslegar íbúðir og skapa pláss fyrir fimm þúsund leikskólabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×