Erlent

Hótanir berast frá talibönum

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Afgani Teppasölumaður í Kabúl heldur uppi innrömmuðu teppi sem skartar brjóstmynd af Hamid Karzai, forseta landsins. Afganar ganga til forsetakosninga um helgina.
Afgani Teppasölumaður í Kabúl heldur uppi innrömmuðu teppi sem skartar brjóstmynd af Hamid Karzai, forseta landsins. Afganar ganga til forsetakosninga um helgina. VISIR/AP
Forsetakosninganna sem fram fara í Afganistan um næstu helgi er beðið með mikilli eftirvæntingu, en kosningarnar eru sögulegur viðburður í landinu. Margir telja að kosningarnar séu eitt helsta afrek núverandi forseta landsins, Hamids Karzai.

Miklar lýðræðisumbætur hafa orðið í landinu í hans stjórnartíð og þykir sú staðreynd að hann skuli sjálfur ætla að stíga til hliðar og boða til kosninga, eitt mikilvægasta skrefið í átt að lýðræði sem stigið hefur verið eftir fall talibanastjórnarinnar.

Karzai var skipaður leiðtogi landsins fyrir 13 árum og voru vonir bundnar við að honum tækist að sameina þjóðina og koma á friði og sátt í landinu eftir margra ára kúgunartíð talibanastjórnarinnar.

Talibanar hafa enn mikil ítök víða um landið og nú þegar hafa hótanir borist um að reynt verði að trufla og koma í veg fyrir kosningarnar með ofbeldisverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×