Erlent

Lögregla gerir rassíu í Rio De Janeiro fyrir HM

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Vopnaður bílafloti yfirtekur götur fátækrahverfa til að tryggja öryggi vegfarenda og íbúa fyrir árásum eiturlyfjagengja.Fréttablaðið/AP
Vopnaður bílafloti yfirtekur götur fátækrahverfa til að tryggja öryggi vegfarenda og íbúa fyrir árásum eiturlyfjagengja.Fréttablaðið/AP VISIR/AP
Hátt í 1.500 lögreglumenn og landgönguliðar yfirtóku fátækrahverfi í Rio de Janeiro fyrir hádegi á sunnudag. Yfirtakan er hluti af aðgerðaáætlun sem stuðla á að öryggi í borginni fyrir HM í fótbolta í sumar.

Nú hafa fimmtán hverfi bæst í hóp þeirra sem hafa verið numin af yfirvöldum í þeim tilgangi að uppræta eiturlyfjagengi, en þau hafa haft völd í fátækrahverfum í Brasilíu í áratugi.

Friðaraðgerðir af þessu tagi hófust árið 2008 en síðan þá hafa lögreglumenn átt í ítrekuðum útistöðum við meðlimi gengjanna.

Skiptar skoðanir eru um aðgerðirnar. Margir telja tímabært að stöðva ofbeldi en aðrir segja að þungvopnaðir lögreglumenn veki frekar ugg en öryggistilfinningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×